Ferill 1026. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1823  —  1026. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um styrki til félagasamtaka.


     1.      Hversu háa fjárhæð greiddi ráðuneytið og hver undirstofnun þess frjálsum félagasamtökum árin 2020–2023? Svar óskast sundurliðað eftir félagasamtökum og því hvort fjárhæðin var styrkveiting, kaup á þjónustu, félagsgjöld eða annað og með skýringum um hvað felst í liðnum annað auk upplýsinga um hversu hátt hlutfall hver liður er af heildargreiðslu til félagasamtakanna.
    Innviðaráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022 og miðast svar ráðuneytisins við það.
    Undir ráðuneytið heyra sjö stofnanir: Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA), Samgöngustofa, Skipulagsstofnun, Vegagerðin og Þjóðskrá Íslands. Um er að ræða svör frá viðkomandi stofnunum sem ráðuneytið hafði milligöngu um að afla. Samgöngustofa greiddi ekkert til frjálsra félagasamtaka á tímabilinu sem spurt er um.
    Upplýsingar um hversu háa fjárhæð ráðuneytið og hver undirstofnun greiddi frjálsum félagasamtökum á umræddu tímabili er að finna í töflum í fylgiskjali.

     2.      Eru í gildi hjá ráðuneytinu reglur um úthlutanir styrkja til félagasamtaka?
    Sjá svar við 3. tölul. fyrirspurnarinnar.

     3.      Fer fram mat á árangri af styrkveitingunum?
    Ekki eru í gildi reglur hjá ráðuneytinu um úthlutanir styrkja til félagasamtaka en í gildi er reglugerð um styrkveitingar ráðherra, nr. 642/2018. Þeir styrkir sem ráðuneytið veitti til félagasamtaka á tímabilinu eru fyrst og fremst af ráðstöfunarfé ráðherra. Auk þess voru tveir styrkir veittir af byggðaáætlun og þrír tilfallandi styrkir af aðalskrifstofu ráðuneytisins.
    Ráðherra auglýsir árlega eftir umsóknum um styrki af ráðstöfunarfé ráðherra. Um ráðstöfunarfé ráðherra gilda ekki sérstakar reglur heldur metur ráðherra styrkbeiðnir og útgjaldatilefni hverju sinni. Almennt gefa slíkir minni háttar styrkir ekki tilefni til sérstaks árangursmats að öðru leyti en því að staðfest sé að viðkomandi starfsemi eða verkefni hafi farið fram. Hið sama á við um tilfallandi styrki af aðalskrifstofu ráðuneytisins.
    Í gildi eru reglur um úthlutun ráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022–2036. 1 Samkvæmt 4. gr. reglnanna skal gerður skriflegur samningur um framlag á grundvelli úthlutunarskilmála, sbr. 3. gr., þar sem tryggð er fullnægjandi skýrslugjöf um framvindu verkefnisins og reikningsskil.



Fylgiskjal.


Innviðaráðuneytið.
Félag Skilgreining 2022 2023 Samtals Hlutfall
Einstök börn Styrkur af ráðstöfunarfé ráðherra vegna þjónustu og ráðgjafar við landsbyggðina 500.000 500.000 100%
Félag heyrnarlausra Styrkur af ráðstöfunarfé ráðherra vegna þátttöku heyrnarlausra ungmenna og leiðbeinanda á vegum félagsins á Norðurlandamót og Evrópumót ungmenna 200.000 200.000 100%
Geðhjálp Styrkur – geðorðin 220.000 220.000 100%
Hinsegin dagar Styrkur af ráðstöfunarfé ráðherra til framkvæmdar Hinsegin daga 200.000 200.000 400.000 100%
Kvenfélagasamband Íslands Styrkur af ráðstöfunarfé ráðherra vegna þátttöku á 30. alheimsþingi ACWW (Alþjóðasambands dreifbýliskvenna) 200.000 200.000 100%
Ljósið Styrkur af byggðaáætlun, aðgerð A.5 Fjarheilbrigðisþjónusta – samningur um aukna þjónustu Ljóssins við landsbyggðina 9.000.000 9.000.000 100%
Samtökin '78 Kaup á þjónustu – fræðslufundir fyrir sveitarstjórnarfólk um hinsegin málefni* 119.800 119.800 239.600 100%
Sjálfsbjörg Styrkur af ráðstöfunarfé ráðherra fyrir hjálparmenn í ferðir fatlaðra 50.000 50.000 100%
Skógræktarfélag Árnesinga Styrkur af ráðstöfunarfé ráðherra – uppbygging þurrkastöðu fyrir innlent timbur 400.000 400.000 100%
Slysavarnafélagið Landsbjörg Styrkur – kaup á neyðarkalli 75.000 75.000 100%
Villikettir, dýraverndunarfélag Styrkur af ráðstöfunarfé ráðherra til að fjármagna sjúkrasjóð félagsins 250.000 250.000 100%
ÖBÍ réttindasamtök Styrkur af byggðaáætlun, aðgerð A.10 Almenningssamgöngur milli byggða – úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni 2.000.000 2.000.000 100%
Samtals 12.239.800 1.294.800 13.534.600
*Um er að ræða aðgerð á ábyrgð IRN í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. Ráðuneytið fékk fullan styrk úr framkvæmdasjóði hinsegin málefna vegna fræðslunnar.

Byggðastofnun.
Félag Skilgreining 2020 2021 2022 2023 Samtals Hlutfall
Blindrafélagið Styrktarlína 7.000 7.000 100,0%
Fjölskylduhjálp Íslands Styrkur 5.000 5.000 100,0%
Hestamannafélagið Skagfirðingur Styrkur 10.000 10.000 20.000 100,0%
Hestamannafélagið Stígandi Styrkur 5.000 5.000 100,0%
Ísfirðingafélagið Styrktarlína 5.000 5.000 100,0%
Kiwanisklúbburinn Drangey Auglýsing í viðskipta- og þjónustuskrá 37.200 37.200 37.200 111.600 100,0%
Kvenfélagið Baugur Lega á vinnuaðstöðu 10.000 10.000 100,0%
Menningarmiðja Norðurlands Leiga á sal 30.000 30.000 100,0%
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Auglýsing í skólablað 15.000 15.000 100,0%
Pilsaþytur í Skagafirði Borðdagatöl 43.500 43.500 100,0%
Rotaryklúbbur Sauðárkróks Styrkur vegna jólahlaðborðs 20.000 50.000 70.000 100,0%
Skátafélagið Eilífsbúar Auglýsing í fermingarblað 10.000 10.000 100,0%
Útskriftarhópur búfræðinga Auglýsing í skólablað 30.000 30.000 100,0%
Velunnarar Árskóla Styrkur v. maraþons 30.000 30.000 27,3%
Velunnarar Árskóla Auglýsing á boli 20.000 20.000 18,2%
Velunnarar Árskóla Styrkur 25.000 25.000 22,7%
Velunnarar Árskóla Auglýsing í skólablað 10.000 25.000 35.000 31,8%
Samtals 52.200 117.200 60.000 242.700 472.100

HMS.
Félag Skilgreining 2020 2021 2022 2023 Samtals Hlutfall
Arkitektafélag Íslands Félagsgjöld starfsmanna 52.500 47.500 100.000 16,1%
Arkitektafélag Íslands Ráðstefnur 19.750 500.000 519.750 83,9%
Barnaspítalasjóður Hringsins Jólakort 28.050 40.000 68.050 55,3%
Barnaspítalasjóður Hringsins Styrkveitingar 55.000 55.000 44,7%
BIM Ísland Félagsgjöld aðildarfélög 300.000 150.000 75.000 225.000 750.000 100,0%
Eining – Iðja Auglýsingar 9.000 9.000 100,0%
Félag byggingarfulltrúa Félagsgjöld starfsmanna 20.000 20.000 20.000 25.000 85.000 23,8%
Félag byggingarfulltrúa Lands fundur byggingarfulltrúa 79.200 98.400 93.900 271.500 76,2%
Félag byggingarverkfræðinema Auglýsingar 70.000 70.000 100,0%
Félag forstöðumanna ríkisstofnana Félagsgjöld starfsmanna 25.000 25.000 25.000 25.000 100.000 100,0%
Félag slökkviliðsmanna Skagafj. Öryggisbúnaður 323.100 323.100 100,0%
Grænni byggð – Green Building C* Félagsgjöld aðildarfélög 665.000 665.000 665.000 665.000 2.660.000 19,6%
Grænni byggð – Green Building C* Námskeið og ráðstefnur 40.000 40.000 0,3%
Grænni byggð – Green Building C* Styrkveitingar 500.000 500.000 3,7%
Grænni byggð – Green Building C* Vinna. Byggjum grænni framtíð 10.365.998 10.365.998 76,4%
Hjólafærni á Íslandi Kennsla til starfsmanna 188.800 155.000 343.800 100,0%
Húseigendafélagið Félagsgjöld aðildarfélög 6.800 6.800 10.000 12.000 35.600 100,0%
Krabbameinsfélag Íslands Styrkveitingar (Bleikur október) 10.490 10.490 100,0%
Landssamband slökkvilið/sjúkrfl Auglýsingar 40.000 40.000 0,6%
Landssamband slökkvilið/sjúkrfl Styrkveitingar v. eldvarnarátaks 1.200.000 2.800.000 1.500.000 1.500.000 7.000.000 99,4%
Lionsklúbburinn Hængur Salaleiga 75.000 75.000 100,0%
LÍSA, samtök um landupplýsingar Námskeið og ráðstefnur 40.000 348.525 388.525 100,0%
Lögmannafélag Íslands Félagsgjöld starfsmanna 70.000 95.500 165.500 65,6%
Lögmannafélag Íslands Námskeið og ráðstefnur 24.000 62.700 86.700 34,4%
Mannauður, félag mannauðsfólks Félagsgjöld starfsmanna 18.500 37.000 57.500 113.000 32,1%
Mannauður, félag mannauðsfólks Þátttaka í mannauðsdeginum 149.000 90.000 239.000 67,9%
Neytendasamtökin Auglýsingar 60.000 60.000 61,0%
Neytendasamtökin Áskriftir 9.500 9.500 9.500 9.900 38.400 39,0%
Samband íslenskra prófunarstofa Félagsgjöld aðildarfélög 45.000 45.000 50.000 140.000 100,0%
Samhjálp, félagasamtök Styrkveitingar 200.000 200.000 100,0%
Samtök tæknimanna sveitarfélag Þátttökugjald ráðstefnur og sýningar 217.000 416.000 633.000 100,0%
Skýrslutæknifélag Íslands Félagsgjöld aðildarfélög 52.350 468.400 520.750 61,7%
Skýrslutæknifélag Íslands Félagsgjöld starfsmanna 29.000 29.000 3,4%
Skýrslutæknifélag Íslands Námskeið og ráðstefnur 17.500 277.300 294.800 34,9%
Staðlaráð Íslands Kaup á stöðlum 397.667 69.560 545.600 1.012.827 39,7%
Staðlaráð Íslands Félagsgjöld aðildarfélög 200.000 209.000 224.000 246.000 879.000 34,5%
Staðlaráð Íslands Styrkveitingar 120.000 500.000 620.000 24,3%
Staðlaráð Íslands Námskeið og ráðstefnur 39.000 39.000 1,5%
Starfsmannafélag Húsnæðis- og Styrkveitingar 50.000 50.000 18,9%
Starfsmannafélag Húsnæðis- og Önnur matvæli 12.150 31.100 171.300 214.550 81,1%
Steinsteypufélag Íslands Auglýsingar 190.000 190.000 100,0%
Stjórnvísi Félagsgjöld aðildarfélög 118.700 85.700 99.900 106.900 411.200 100,0%
VÁS, Velunnarar Árskóla Styrkveitingar 25.000 25.000 50.000 100,0%
Rotaryklúbbur Borgarness Styrkveitingar 50.000 50.000 100,0%
Norðurslóðanet Íslands Félagsgjöld aðildarfélög 85.000 85.000 100,0%
Samtals 3.735.717 4.740.910 14.918.898 6.537.015 29.932.540
*Stofnunin fær styrk erlendis frá til að greiða umræddan kostnað vegna losunar og vinnu við Byggjum grænni framtíð.

RNSA.
Félag Skilgreining 2020 2021 2022 2023 Samtals Hlutfall
Félag forstöðumanna ríkisstofnana Árgjald 25.000 25.000 50.000 100%
Landssamband slökkviliðs & sjúkrafl. Styrkur v/blaðaútgáfu 10.000 10.000 100%
Lögreglufélag Reykjavíkur Styrkur v/blaðaútgáfu 5.000 5.000 100%
Verkefnastjórnunarfélag Íslands Árgjald 13.900 13.900 27.800 100%
Samtals 0 0 43.900 48.900 92.800

Skipulagsstofnun.
Félag Skilgreining 2020 2021 2022 2023 Samtals Hlutfall
Dokkan Félagsgjöld 66.900 66.900 66.900 66.900 267.600 100%
Ferðafélag Íslands Árgjald, tímarit 7.900 8.500 16.400 100%
Félag byggingarverkfræðinema Styrkur útskriftarblað 20.000 20.000 100%
Félag forstöðumanna ríkisstofn. Félagsgjöld 25.000 25.000 25.000 25.000 100.000 100%
Grænni byggð Aðildargjöld 133.000 133.000 133.000 133.000 532.000 100%
LÍSA, samtök Aðildargjöld 143.000 146.000 146.000 153.000 588.000 100%
Staðlaráð Íslands Aðildargjöld 147.000 153.000 164.000 180.000 644.000 100%
Stjórnvísi Félagsgjöld 34.900 38.400 49.900 53.400 176.600 100%
Verkefnastjórnunarfélag Íslands Félagsgjöld 43.900 43.900 43.900 43.900 175.600 100%
Samtals 601.600 606.200 628.700 683.700 2.520.200

Vegagerðin.
Félag Skilgreining 2020 2021 2022 2023 Samtals Hlutfall
Afréttarmálafélag Hróbjargastaðafjalls Styrkur til samgönguleiða 1.500.000 1.500.000 100%
Björgunarsveitir* Vegaþjónusta 36.300.000 4.700.000 33.500.000 40.000.000 114.500.000 100%
Hestamannafélagið Blær Reiðvegagerð** 791.641 1.997.144 1.799.267 1.436.840 6.024.892 100%
Hestamannafélagið Borgfirðingur Reiðvegagerð 4.136.766 5.219.700 5.217.760 2.030.000 16.604.226 100%
Hestamannafélagið Dreyri Reiðvegagerð 1.850.000 2.225.344 1.574.518 5.649.862 100%
Hestamannafélagið Feykir Reiðvegagerð 1.250.000 1.500.000 2.750.000 100%
Hestamannafélagið Freyfaxi Reiðvegagerð 1.411.600 2.700.000 2.846.043 1.800.000 8.757.643 100%
Hestamannafélagið Funi Reiðvegagerð 2.000.000 3.508.809 3.500.000 2.337.000 11.345.809 100%
Hestamannafélagið Geysir Reiðvegagerð 5.973.252 8.490.368 8.216.094 9.465.900 32.145.614 100%
Hestamannafélagið Glaður Reiðvegagerð 686.667 1.721.352 1.908.794 1.896.941 6.213.754 100%
Hestamannafélagið Grani Reiðvegagerð 500.000 500.000 100%
Hestamannafélagið Háfeti Reiðvegagerð 3.000.000 1.160.000 4.160.000 100%
Hestamannafélagið Hending Reiðvegagerð 1.249.227 1.064.315 1.410.972 1.162.734 4.887.248 100%
Hestamannafélagið Hornfirðingur Reiðvegagerð 1.400.000 2.500.000 785.000 1.800.000 6.485.000 100%
Hestamannafélagið Hringur Reiðvegagerð 2.000.000 2.000.000 3.500.000 3.052.390 10.552.390 100%
Hestamannafélagið Jökull Reiðvegagerð 6.327.040 9.194.461 15.521.501 100%
Hestamannafélagið Léttir Reiðvegagerð 5.314.000 5.500.000 10.000.000 6.200.000 27.014.000 100%
Hestamannafélagið Ljúfur Reiðvegagerð 3.000.000 1.160.000 5.000.000 5.500.000 14.660.000 100%
Hestamannafélagið Logi Reiðvegagerð 4.000.000 4.000.000 100%
Hestamannafélagið Neisti Reiðvegagerð 2.100.000 4.925.000 5.300.000 2.100.000 14.425.000 100%
Hestamannafélagið Sindri Reiðvegagerð 2.000.000 3.000.000 3.299.500 8.299.500 100%
Hestamannafélagið Skagfirðingur Reiðvegagerð 15.352.323 5.595.022 6.278.691 3.001.200 30.227.236 100%
Hestamannafélagið Sleipnir Reiðvegagerð 5.940.545 2.160.000 6.164.687 460.313 14.725.545 100%
Hestamannafélagið Smári Reiðvegagerð 4.100.000 4.100.000 100%
Hestamannafélagið Snarfari Reiðvegagerð 1.035.000 1.854.839 1.600.000 4.489.839 100%
Hestamannafélagið Snæfaxi Reiðvegagerð 1.000.000 862.940 1.862.940 100%
Hestamannafélagið Snæfellingur Reiðvegagerð 1.335.587 4.084.427 4.148.000 2.299.529 11.867.543 100%
Hestamannafélagið Stormur Reiðvegagerð 970.000 2.000.000 2.994.410 1.241.000 7.205.410 100%
Hestamannafélagið Trausti Reiðvegagerð 1.500.000 5.998.190 7.498.190 100%
Hestamannafélagið Þráinn Reiðvegagerð 2.086.000 3.500.000 1.500.000 7.086.000 100%
Hestamannafélagið Þytur Reiðvegagerð 2.100.000 3.925.000 3.298.321 2.100.000 11.423.321 100%
Hjólafærni á Íslandi Upplýsingakort og vefur fyrir almenningssamgöngur á Íslandi 1.500.000 1.500.000 100%
Jarðtæknifélag Íslands Árgjald að jarðtæknifélagi Íslands 2020–21 100.000 100.000 100%
Konur í vegagerð, félagasamtök Styrkur 70.000 70.000 100%
Landssamband hestamannafélaga Styrkur v/kortasjá LH og reiðvegafé, ýmis verkefni 4.000.000 5.000.000 12.000.000 7.000.000 28.000.000 100%
Landssamband slökkviliðs & sjúkrafl. Styrkur v/blaðaútgáfu 30.000 60.000 30.000 30.000 150.000 100%
Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi Reiðvegagerð 15.554.400 28.849.096 29.272.429 14.072.532 87.748.457 100%
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Styrkur v/hjólaleiðbeiningar 1.189.237 1.189.237 100%
Skógræktarfélag Árnesinga Styrkur 1.000.000 2.000.000 3.000.000 100%
Skógræktarfélag Íslands Styrkvegur 1.167.460 3.000.000 4.167.460 100%
Skógræktarfélag Rangæinga Styrkvegur 750.000 2.500.000 2.500.000 5.750.000 100%
Skógræktarfélag Reykjavíkur Styrkvegur 4.000.000 5.000.000 5.000.000 1.500.000 15.500.000 100%
Slysavarnafélagið Landsbjörg Slysavarnir 1.000.000 1.000.000 2.000.000 100%
Steinsteypufélag Íslands Styrkur 1.000.000 1.000.000 100%
Samtals 132.206.245 132.140.722 174.292.852 128.017.798 566.657.617
*Vegagerðin hefur gert samkomulag við björgunarsveitir um mönnun lokunarpósta þegar loka þarf vegum vegna vetrarfærðar.
**Styrkir til hestamannafélaga vegna reiðvegagerðar eru fjárveitingar af fjárlögum.

Þjóðskrá.
Félag Skilgreining 2020 2021 2022 2023 Samtals Hlutfall
Barnaspítalasjóður Hringsins Kaup á jólakortum 22.240 17.640 39.880 100%
Hinsegin kaupfélagið Kaup á lyklaböndum f. aðgangskort 83.300 83.300 100%
Ljósið, sjálfseignarsjóður Kaup á jólakortum 22.240 13.000 35.240 100%
Samtals 22.240 22.240 17.640 96.300 158.420

1     www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Reglur%20um%20%c3%bathlutun%20f ramlaga%20%c3%bar%20bygg%c3%b0a%c3%a1%c3%a6tlun.pdf