Ferill 1025. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1842 — 1025. mál.
Svar
innviðaráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra.
1. Hverjar eru lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins og hver hefur árlegur kostnaður við hverja þeirra verið frá 2021?
Í töflunni er yfirlit yfir þær nefndir sem ráðherra hefur skipað á grundvelli lagaskyldu eða lagaheimildar og árlegan kostnað við hverja þeirra. Allar upphæðir eru í kr.
Lögbundin nefnd | 2022 | 2023 |
Byggðamálaráð | 1.030.731 | 1.995.935 |
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga | 4.131.448 | 4.262.964 |
Fagráð Asks | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Fagráð um flugmál* | 644.208 | 566.374 |
Fagráð um siglingamál* | 644.208 | 691.195 |
Fagráð um umferðarmál* | 644.208 | 691.195 |
Flugverndarráð | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Flugvirktarráð | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Húsnæðis- og skipulagsráð | Enginn kostnaður | 687.625 |
Kærunefnd húsamála | 3.038.658 | 8.313.723 |
Ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Reikningsskila- og upplýsinganefnd | 1.915.764 | 2.032.930 |
Samgönguráð | 2.684.117 | 3.174.426 |
Samráðshópur til ráðgjafar svæðisráði vegna undirbúnings strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Samráðshópur til ráðgjafar svæðisráði vegna undirbúnings strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Samstarfsnefnd um samskipti ríkis og sveitarfélaga | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar | 2.052.120 | 2.150.204 |
Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga | 332.508 | 2.139.739 |
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Svæðisráð um strandssvæðisskipulag fyrir Austfirði | 1.528.440 | Enginn kostnaður |
Svæðisráð um strandssvæðisskipulag fyrir Vestfirði | 1.582.440 | Enginn kostnaður |
Yfirfasteignamatsnefnd | 5.368.344 | 6.003.054 |
Auk framangreindra nefnda skipar ráðherra stjórn Byggðastofnunar, stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fagráð um málefni Brunamálaskólans og rannsóknarnefnd samgönguslysa en kostnaður vegna þeirra er ekki greiddur af ráðuneytinu.
2. Hvaða aðra starfshópa og nefndir hefur ráðherra sett á laggirnar og hver hefur árlegur kostnaður við hverja þeirra verið frá 2021?
Í töflunni hér að aftan er yfirlit yfir aðra starfshópa og nefndir sem ráðherra hefur sett á laggirnar á umræddu tímabili og árlegan kostnað við hvern þeirra. Um er að ræða tímabundna starfshópa og nefndir sem hafa starfað að hluta eða öllu leyti á tímabilinu frá stofnun ráðuneytisins. Allar upphæðir eru í kr.
Ekki er talinn kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu sérfræðinga sem tengist starfi eða verkefnum framangreindra hópa, alls að fjárhæð 20,7 millj. kr., enda þótt viðkomandi hafi formlega átt sæti í starfshópi sem stýrði verkefninu.
Aðrir starfshópar og nefndir | 2022 | 2023 |
Framkvæmdahópur um óstaðbundin störf | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Framkvæmdahópur um uppbyggingu húsnæðiseininga fyrir Grindvíkinga | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Ráðgjafarnefnd um rafrænar kosningar | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur ráðuneyta sem sinna eftirliti með stjórnsýslu sveitarfélaga | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um borgarstefnu | Aðkeypt sérfræðiþj. | Aðkeypt sérfræðiþj. |
Starfshópur um breytingu á regluverki smáfarartækja | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um einn feril húsnæðisuppbyggingar | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um endurskoðun á aðkomu ríkis að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um endurskoðun húsaleigulaga | Aðkeypt sérfræðiþj. | Aðkeypt sérfræðiþj. |
Starfshópur um endurskoðun húsnæðisstuðnings við leigjendur | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja | Aðkeypt sérfræðiþj. | Aðkeypt sérfræðiþj. |
Starfshópur um greiningu á áhrifum uppbyggingar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar | Aðkeypt sérfræðiþj. | Aðkeypt sérfræðiþj. |
Starfshópur um húsnæðisstuðning | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um minningardag um þau sem látist hafa í umferðarslysum | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um möguleika á hraðri uppbyggingu húsnæðis vegna náttúruhamfara við Grindavík | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni | Aðkeypt sérfræðiþj. | Aðkeypt sérfræðiþj. |
Starfshópur um siglingaöryggi við nýtingarsvæði | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um skipulagsreglur Reykjavíkurflugvallar | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um skráningu ótilgreint í hús | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um stöðu fatlaðs fólks í samgöngum | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um stöðu reiðvegamála á Íslandi | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um uppskiptingu fasteignaskrár og þinglýsingarhluta hennar | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu – hópur 1 | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu – hópur 2 | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Starfshópur um viðbrögð vegna lokunar Reykjanesbrautar | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Stýrihópur um breytingar á byggingarreglugerð | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Stýrihópur um innleiðingu ákvörðunar um að flytja fasteignaskrá frá Þjóðskrá Íslands til HMS | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Stýrihópur um mótun landsskipulagsstefnu | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Stýrihópur um mótun stefnu í húsnæðismálum | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Stýrihópur um vegvísi um vistvænar samgöngur | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Valnefnd um samkeppnisframlög úr byggðaáætlun | 176.550 | 141.240 |
Verkefnisstjórn um endurskoðun á skipulagi og rekstri Innheimtustofnunar sveitarfélaga | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
Viðræðuhópur um endurskoðun forsenda samgöngusáttmálans | Enginn kostnaður | Enginn kostnaður |
3. Hefur ráðherra skoðað að leggja niður nefndir? Ef svo er, hvaða nefndir?
Fylgst er með árangri af störfum nefnda og ráða og reglulega farið yfir hvort þörf sé á breytingum. Öðru hvoru hafa verið gerðar breytingar á nefndum og ráðum og eru nokkur dæmi um að nefndir hafi verið sameinaðar, nefndir hafi verið lagðar niður og nýjar settar á laggirnar. Leiðarljósið er ávallt að tryggja fagmennsku, árangur og góða nýtingu á fjármunum ríkisins. Nefndir og starfshópar sem ráðherra skipar tímabundið til ákveðinna verkefna eru lagðar niður þegar þær hafa lokið störfum.