Ferill 1024. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.
Þingskjal 1799 — 1024. mál.
Leiðrétt fylgiskjal.
Svar
innviðaráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.
Undir ráðuneytið heyra sjö stofnanir: Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA), Samgöngustofa, Skipulagsstofnun, Vegagerðin og Þjóðskrá Íslands. Yfirlit yfir kostnað þeirra við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur er fengið frá stofnununum sjálfum. Kostnaður RNSA við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur á umræddu tímabili er enginn.
1. Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
Kostnað ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023 má sjá í töflum í fylgiskjali. Allar upphæðir eru í krónum.
Um er að ræða heildarkostnað vegna auglýsingagerðar og birtinga, sem taka m.a. til sértækra verkefna, viðburða (málþinga, ráðstefna, fræðslu, kynninga á skýrslum eða annarra opinberra viðburða) og atvinnuauglýsinga á vegum ráðuneytis eða stofnunar. Bæði hönnunar- og birtingarkostnaður fellur hér undir. Rétt er að nefna að í sumum tilvikum er um að ræða lögbundin verkefni, svo sem í tengslum við ráðgjöf, fræðslu og forvarnir. Í svarinu er undanskilinn kostnaður vegna norræns og annars alþjóðlegs samstarfs (m.a. funda ráðherra), vinnufunda og starfsmannaviðburða. Jafnframt er undanskilinn kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu.
2. Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?
Birtingarkostnað ráðuneytisins og stofnana þess árin 2022 og 2023 má sjá í töflum í fylgiskjali. Allar upphæðir eru í krónum.
Um er að ræða allan kostnað vegna birtinga á auglýsingum í prent-, vef- og samfélagsmiðlum, greindan eftir innlendum og erlendum birtingum. Hér undir fellur birtingarkostnaður vegna auglýsingaherferða, viðburða/ráðstefna og starfa sem auglýst eru. Birtingarkostnaður er því einnig talinn með í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar. Sem og áður er kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu undanskilinn.
3. Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
Kostnað ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023 má sjá í töflum í fylgiskjali. Allar upphæðir eru í krónum.
Um er að ræða kostnað við viðburði og ráðstefnur, þar á meðal kostnað við hönnun og auglýsingagerð vegna viðburða sem og birtingarkostnaður. Kostnaður vegna viðburða og ráðstefna kann því að vera hluti af kostnaði sem þegar hefur verið tilgreindur bæði í 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar. Þá bætist við annar kostnaður vegna viðburðahaldsins, svo sem leiga á húsnæði, streymi, viðburðastjórnun, myndataka og veitingar. Kostnaður vegna funda á vegum ráðuneyta, stofnana og samstarfsaðila er undanskilinn ásamt kostnaði við að sækja viðburði og ráðstefnur.
Fylgiskjal.
Innviðaráðuneytið.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál | ||
2022 | 2023 | |
Atvinnuauglýsingar | 3.062.191 | 2.318.378 |
Vörðum leiðina saman | 62.930 | |
Kynning á innviðaráðuneytinu | 66.737 | |
Samtals: | 3.191.858 | 2.318.378 |
2. Birtingarkostnaður | ||
2022 | 2023 | |
Innlent | 3.909.636 | 2.388.378 |
Erlent | 55.046 | 27.000 |
Samtals: | 3.964.682 | 2.415.378 |
3. Viðburðir og ráðstefnur | ||
2022 | 2023 | |
Á réttri leið | 301.000 | |
Ráðstefna um siglingar og grænar lausnir | 68.750 | |
Samtals: | 68.750 | 301.000 |
Byggðastofnun.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál | ||
2022 | 2023 | |
Birtingar | 1.982.055 | 1.673.274 |
Miósak ehf. samningur um upplýsingamiðlun | 4.459.632 | |
Samtals: | 1.982.055 | 6.132.906 |
2. Birtingarkostnaður | ||
2022 | 2023 | |
Innlent | 1.623.274 | 1.920.663 |
Erlent | 50.000 | 61.393 |
Samtals: | 1.673.274 | 1.982.056 |
3. Viðburðir og ráðstefnur | ||
2022 | 2023 | |
Afmælisfundur Brothættra byggða | 1.481.238 | |
Ársfundur Byggðastofnunar | 900.700 | 920.300 |
Átta fundir um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar (með HMS) |
868.500 | |
Byggðaráðstefna Reykjanesbæ | 1.297.360 | |
Íbúafundur Dalabyggð | 586.000 | |
Íbúafundur Stöðvarfirði | 520.000 | |
Samtals: | 2.006.700 | 4.567.398 |
HMS.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál | ||
2022 | 2023 | |
Atvinnuauglýsingar | 1.990.425 | 777.540 |
Askur – úthlutun | 480.571 | 224.808 |
Brunagátt slökkviliða og sveitarf. | 1.661.334 | |
Brunavarnir | 503.713 | 136.378 |
Dagur reykskynjarans | 2.769.669 | 175.752 |
Eldklár | 696.372 | 6.445.949 |
Hleðslustöðvar | 355.537 | |
Hlutdeildarlán | 429.040 | |
HMS auglýsingar | 273.700 | 681.243 |
HMS á Fasteign.is | 3.868.800 | 1.934.400 |
Mannvirki og sjálfbærni | 10.000 | |
Markaðseftirlit | 111.259 | |
Opinn fundur HMS | 625.909 | 25.000 |
Rafmagnsöryggi | 188.480 | |
Sameining fasteignaskrár og HMS | 2.929.501 | |
Steypumál | 260.000 | |
Tryggð byggð | 180.197 | |
Úthlutun stofnframlaga | 1.254.986 | 335.300 |
Vigtarmannanámskeið | 188.933 | |
Samtals: | 18.407.167 | 11.107.629 |
2. Birtingarkostnaður | ||
2022 | 2023 | |
Innlent | 14.423.390 | 8.243.602 |
Erlent | 228.826 | 875.521 |
Samtals: | 14.652.216 | 9.119.123 |
3. Viðburðir og ráðstefnur | ||
2022 | 2023 | |
Aðalfundur slökkvistjóra | 199.750 | |
Askur – úthlutun | 53.720 | 226.750 |
Askur – Iðnaðarsýning | 3.003.720 | |
Brunabótamat | 73.170 | 43.846 |
Brunavarnir | 311.774 | 291.910 |
Byggjum grænni framtíð | 1.578.143 | 1.054.700 |
Fundur um fasteignamat | 50.000 | |
Hádegisfundur byggingarfulltrúa | 686.240 | |
Húsnæðisáætlanir | 284.234 | 14.120 |
Húsnæðisþing | 13.602.275 | |
Hönnunarverðlaun 2023 | 1.000.000 | |
Ljósvist | 91.600 | |
Mannvirki og sjálfbærni | 433.850 | 934.243 |
Nordic Address Forum | 318.790 | 56.000 |
Nýsköpunarvikan | 587.528 | 250.000 |
Opnir fundir HMS | 440.700 | 41.000 |
Rafmagnsöryggi | 698.960 | |
Samorkuþing | 200.700 | |
Úthlutun stofnframlaga | 13.294 | 180.200 |
Verk og vit | 2.962.616 | |
Vorfundur SATS 2023 | 217.000 | 416.000 |
Samtals: | 7.766.869 | 22.549.964 |
Samgöngustofa.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál | ||
2022 | 2023 | |
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa | 1.897.439 | 962.909 |
Auglýsingar í blöðum ætluðum sjómönnum | 1.998.697 | |
Auglýsingar í blöðum ætluðum sjómönnum | 1.537.268 | |
Auglýsingar til erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi | 558.000 | |
Bara einn. Herferð gegn ölvunarakstri, eldri auglýsing | 5.317.164 | 650.078 |
Birting fræðslumynda í sjónvarpi | 4.563.565 | 3.224.000 |
Boost á færslum á Facebook, Google og Youtube | 571.298 | 2.543.318 |
Bylgjulestin | 3.472.000 | 4.340.000 |
Dagatöl, 12 Hnútar | 806.190 | 894.784 |
Ekki skúta upp á bak – herferð um rafhlaupahjól | 26.865.555 | |
Elfis – Fræðsluefni fyrir erlenda ferðamenn | 928.888 | 175.793 |
Framleiðsla nýrra fræðslumynda | 2.637.277 | |
Framleiðsla nýrra fræðslumynda: viðbrögð á slysstað, forgangsakstur og akstur um vinnusvæði | 5.871.878 | |
Jóladagatal | 3.242.887 | |
Líttu tvisvar | 200.000 | |
Nap and Go – auglýsingar fyrir erlenda ferðamenn | 1.556.340 | |
Rafhlaupahjól | 7.673.074 | |
Samstarf við Safetravel | 2.000.000 | 2.000.000 |
Smellum saman. Herferð til hvatningar til beltanotkunar | 10.174.147 | 4.049.679 |
Stýrisspjöld fyrir erlenda ferðamenn | 4.231.346 | |
Öryggisráðstefna | 323.954 | |
Samtals: | 25.993.405 | 59.102.948 |
2. Birtingarkostnaður | ||
2022 | 2023 | |
Innlent | 22.608.970 | 32.075.328 |
Erlent | 3.319.589 | 5.766.231 |
Samtals: | 25.928.559 | 37.841.559 |
3. Viðburðir og ráðstefnur | ||
2022 | 2023 | |
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa | 111.067 | 112.909 |
Umferðarþing | 2.414.412 | |
Öryggisráðstefna um nýsköpun í sjómennsku og siglingum | 819.070 | |
Öryggisráðstefna um rafmagnselda í skipum | 559.586 | |
Samtals: | 3.344.549 | 672.495 |
Skipulagsstofnun.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál | ||
2022 | 2023 | |
Skipulagsdagurinn | 159.200 | 128.710 |
Umhverfismatsdagurinn | 7.000 | |
Skipulagsgátt, kynningarfundur | 354.200 | |
Torgið útgáfa | 2.400 | |
Atvinnuauglýsingar | 1.797.153 | 312.356 |
Samtals: | 1.958.753 | 802.266 |
2. Birtingarkostnaður | ||
2022 | 2023 | |
2.139.823 | 312.356 | |
Samtals: | 2.139.823 | 312.356 |
Ofangreindur birtingarkostnaður er á innlendum miðlum. | ||
3. Viðburðir og ráðstefnur | ||
2022 | 2023 | |
Skipulagsdagurinn | 2.792.834 | 2.497.892 |
Umhverfismatsdagurinn | 389.250 | |
Skipulagsgátt, kynningarfundur | 484.760 | |
Torgið útgáfa | 340.270 | |
Borgarleiðbeiningar, kynning | 9.218 | |
Samtals: | 3.133.104 | 3.381.120 |
Vegagerðin.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál | ||
2022 | 2023 | |
Atvinnuauglýsingar | 3.115.277 | 5.607.071 |
Eftirvinnsla v/1777 myndbands | 720.874 | |
Myndband um vetrarþjónustu / Hellisheiði | 1.172.909 | |
Myndband um malarvegi | 1.894.596 | |
Klæðing, myndband | 1.111.660 | |
Kjalarnes – kvikmyndataka og eftirvinnsla | 1.960.068 | |
Holur í vegum – myndbandagerð | 1.046.188 | |
Stikur – myndbandagerð | 1.209.868 | |
Myndband um Blandbikslagningu á Reykjanesbraut | 557.876 | |
Borgarlína, upptaka á myndböndum | 496.000 | |
Vegvarp, gerð nokkra þátta | 1.486.140 | |
Myndataka í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði | 223.200 | 223.200 |
Myndataka á Dynjandisheiði og Reykhólasveit | 446.400 | |
Myndband um Hvalfjarðargöng | 1.634.072 | |
Myndbönd um Vaktstöðvar og Vetrarþjónustu á Vestfjörðum | 2.314.149 | |
MD Reykjavík ehf. (Iceland Review) | 909.480 | 318.000 |
Nordic Times Media ehf. | 446.400 | 427.800 |
Visitor Guide ehf. | 434.000 | 465.000 |
Tvist ehf. | 306.400 | 434.000 |
Þríbrot ehf. | 316.760 | |
SagaZ ehf. | 434.000 | |
Samtals: | 17.090.936 | 12.620.452 |
2. Birtingarkostnaður* | ||
2022 | 2023 | |
Innlent | 5.211.557 | 8.002.631 |
Erlent | 0 | 0 |
Samtals: | 5.211.557 | 8.002.631 |
*Kostnaður við auglýsingagerð og birtingu er ekki aðgreindur. | ||
Vakin er athygli á svari við fyrirspurn sem lögð var fram á þskj. 2044 – 1206. mál. Í þessu svari er stuðst við þrengri skilgreiningu varðandi auglýsingagerð og birtingar og er svar við framangreindri fyrirspurn því ítarlegra. | ||
3. Viðburðir og ráðstefnur | ||
2022 | 2023 | |
Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar | 3.561.477 | 4.517.442 |
Brúarráðstefna, Byggjum brýr | 3.151.151 | |
NFO-fundur | 2.205.692 | |
Samtals: | 5.767.169 | 7.668.593 |
Þjóðskrá.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál | ||
2022 | 2023 | |
Atvinnuauglýsingar | 370.242 | 224.762 |
Annar birtingarkostnaður | 385.018 | 142.600 |
Samtals: | 755.260 | 367.362 |
2. Birtingarkostnaður | ||
2022 | 2023 | |
Innlent | 755.260 | 367.362 |
Erlent | 0 | 0 |
Samtals: | 755.260 | 367.362 |
3. Viðburðir og ráðstefnur | ||
Enginn kostnaður var hjá Þjóðskrá vegna viðburða eða ráðstefna árin 2022 og 2023. |