Ferill 1024. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1799  —  1024. mál.
Leiðrétt fylgiskjal.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.


    Undir ráðuneytið heyra sjö stofnanir: Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA), Samgöngustofa, Skipulagsstofnun, Vegagerðin og Þjóðskrá Íslands. Yfirlit yfir kostnað þeirra við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur er fengið frá stofnununum sjálfum. Kostnaður RNSA við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur á umræddu tímabili er enginn.

     1.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
    Kostnað ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023 má sjá í töflum í fylgiskjali. Allar upphæðir eru í krónum.
    Um er að ræða heildarkostnað vegna auglýsingagerðar og birtinga, sem taka m.a. til sértækra verkefna, viðburða (málþinga, ráðstefna, fræðslu, kynninga á skýrslum eða annarra opinberra viðburða) og atvinnuauglýsinga á vegum ráðuneytis eða stofnunar. Bæði hönnunar- og birtingarkostnaður fellur hér undir. Rétt er að nefna að í sumum tilvikum er um að ræða lögbundin verkefni, svo sem í tengslum við ráðgjöf, fræðslu og forvarnir. Í svarinu er undanskilinn kostnaður vegna norræns og annars alþjóðlegs samstarfs (m.a. funda ráðherra), vinnufunda og starfsmannaviðburða. Jafnframt er undanskilinn kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu.

     2.      Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?

    Birtingarkostnað ráðuneytisins og stofnana þess árin 2022 og 2023 má sjá í töflum í fylgiskjali. Allar upphæðir eru í krónum.
    Um er að ræða allan kostnað vegna birtinga á auglýsingum í prent-, vef- og samfélagsmiðlum, greindan eftir innlendum og erlendum birtingum. Hér undir fellur birtingarkostnaður vegna auglýsingaherferða, viðburða/ráðstefna og starfa sem auglýst eru. Birtingarkostnaður er því einnig talinn með í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar. Sem og áður er kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu undanskilinn.

     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
    Kostnað ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023 má sjá í töflum í fylgiskjali. Allar upphæðir eru í krónum.
    Um er að ræða kostnað við viðburði og ráðstefnur, þar á meðal kostnað við hönnun og auglýsingagerð vegna viðburða sem og birtingarkostnaður. Kostnaður vegna viðburða og ráðstefna kann því að vera hluti af kostnaði sem þegar hefur verið tilgreindur bæði í 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar. Þá bætist við annar kostnaður vegna viðburðahaldsins, svo sem leiga á húsnæði, streymi, viðburðastjórnun, myndataka og veitingar. Kostnaður vegna funda á vegum ráðuneyta, stofnana og samstarfsaðila er undanskilinn ásamt kostnaði við að sækja viðburði og ráðstefnur.



Fylgiskjal.


     Innviðaráðuneytið.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál
2022 2023
Atvinnuauglýsingar 3.062.191 2.318.378
Vörðum leiðina saman 62.930
Kynning á innviðaráðuneytinu 66.737
Samtals: 3.191.858 2.318.378
2. Birtingarkostnaður
2022 2023
Innlent 3.909.636 2.388.378
Erlent 55.046 27.000
Samtals: 3.964.682 2.415.378
3. Viðburðir og ráðstefnur
2022 2023
Á réttri leið 301.000
Ráðstefna um siglingar og grænar lausnir 68.750
Samtals: 68.750 301.000

    Byggðastofnun.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál
2022 2023
Birtingar 1.982.055 1.673.274
Miósak ehf. samningur um upplýsingamiðlun 4.459.632
Samtals: 1.982.055 6.132.906
2. Birtingarkostnaður
2022 2023
Innlent 1.623.274 1.920.663
Erlent 50.000 61.393
Samtals: 1.673.274 1.982.056
3. Viðburðir og ráðstefnur
2022 2023
Afmælisfundur Brothættra byggða 1.481.238
Ársfundur Byggðastofnunar 900.700 920.300
Átta fundir um atvinnuuppbyggingu og þróun
íbúðamarkaðar (með HMS)
868.500
Byggðaráðstefna Reykjanesbæ 1.297.360
Íbúafundur Dalabyggð 586.000
Íbúafundur Stöðvarfirði 520.000
Samtals: 2.006.700 4.567.398

     HMS.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál
2022 2023
Atvinnuauglýsingar 1.990.425 777.540
Askur – úthlutun 480.571 224.808
Brunagátt slökkviliða og sveitarf. 1.661.334
Brunavarnir 503.713 136.378
Dagur reykskynjarans 2.769.669 175.752
Eldklár 696.372 6.445.949
Hleðslustöðvar 355.537
Hlutdeildarlán 429.040
HMS auglýsingar 273.700 681.243
HMS á Fasteign.is 3.868.800 1.934.400
Mannvirki og sjálfbærni 10.000
Markaðseftirlit 111.259
Opinn fundur HMS 625.909 25.000
Rafmagnsöryggi 188.480
Sameining fasteignaskrár og HMS 2.929.501
Steypumál 260.000
Tryggð byggð 180.197
Úthlutun stofnframlaga 1.254.986 335.300
Vigtarmannanámskeið 188.933
Samtals: 18.407.167 11.107.629
2. Birtingarkostnaður
2022 2023
Innlent 14.423.390 8.243.602
Erlent 228.826 875.521
Samtals: 14.652.216 9.119.123
3. Viðburðir og ráðstefnur
2022 2023
Aðalfundur slökkvistjóra 199.750
Askur – úthlutun 53.720 226.750
Askur – Iðnaðarsýning 3.003.720
Brunabótamat 73.170 43.846
Brunavarnir 311.774 291.910
Byggjum grænni framtíð 1.578.143 1.054.700
Fundur um fasteignamat 50.000
Hádegisfundur byggingarfulltrúa 686.240
Húsnæðisáætlanir 284.234 14.120
Húsnæðisþing 13.602.275
Hönnunarverðlaun 2023 1.000.000
Ljósvist 91.600
Mannvirki og sjálfbærni 433.850 934.243
Nordic Address Forum 318.790 56.000
Nýsköpunarvikan 587.528 250.000
Opnir fundir HMS 440.700 41.000
Rafmagnsöryggi 698.960
Samorkuþing 200.700
Úthlutun stofnframlaga 13.294 180.200
Verk og vit 2.962.616
Vorfundur SATS 2023 217.000 416.000
Samtals: 7.766.869 22.549.964

     Samgöngustofa.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál
2022 2023
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 1.897.439 962.909
Auglýsingar í blöðum ætluðum sjómönnum 1.998.697
Auglýsingar í blöðum ætluðum sjómönnum 1.537.268
Auglýsingar til erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi 558.000
Bara einn. Herferð gegn ölvunarakstri, eldri auglýsing 5.317.164 650.078
Birting fræðslumynda í sjónvarpi 4.563.565 3.224.000
Boost á færslum á Facebook, Google og Youtube 571.298 2.543.318
Bylgjulestin 3.472.000 4.340.000
Dagatöl, 12 Hnútar 806.190 894.784
Ekki skúta upp á bak – herferð um rafhlaupahjól 26.865.555
Elfis – Fræðsluefni fyrir erlenda ferðamenn 928.888 175.793
Framleiðsla nýrra fræðslumynda 2.637.277
Framleiðsla nýrra fræðslumynda: viðbrögð á slysstað, forgangsakstur og akstur um vinnusvæði 5.871.878
Jóladagatal 3.242.887
Líttu tvisvar 200.000
Nap and Go – auglýsingar fyrir erlenda ferðamenn 1.556.340
Rafhlaupahjól 7.673.074
Samstarf við Safetravel 2.000.000 2.000.000
Smellum saman. Herferð til hvatningar til beltanotkunar 10.174.147 4.049.679
Stýrisspjöld fyrir erlenda ferðamenn 4.231.346
Öryggisráðstefna 323.954
Samtals: 25.993.405 59.102.948
2. Birtingarkostnaður
2022 2023
Innlent 22.608.970 32.075.328
Erlent 3.319.589 5.766.231
Samtals: 25.928.559 37.841.559
3. Viðburðir og ráðstefnur
2022 2023
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 111.067 112.909
Umferðarþing 2.414.412
Öryggisráðstefna um nýsköpun í sjómennsku og siglingum 819.070
Öryggisráðstefna um rafmagnselda í skipum 559.586
Samtals: 3.344.549 672.495

    Skipulagsstofnun.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál
2022 2023
Skipulagsdagurinn 159.200 128.710
Umhverfismatsdagurinn 7.000
Skipulagsgátt, kynningarfundur 354.200
Torgið útgáfa 2.400
Atvinnuauglýsingar 1.797.153 312.356
Samtals: 1.958.753 802.266
2. Birtingarkostnaður
2022 2023
2.139.823 312.356
Samtals: 2.139.823 312.356
Ofangreindur birtingarkostnaður er á innlendum miðlum.
3. Viðburðir og ráðstefnur
2022 2023
Skipulagsdagurinn 2.792.834 2.497.892
Umhverfismatsdagurinn 389.250
Skipulagsgátt, kynningarfundur 484.760
Torgið útgáfa 340.270
Borgarleiðbeiningar, kynning 9.218
Samtals: 3.133.104 3.381.120

     Vegagerðin.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál
2022 2023
Atvinnuauglýsingar 3.115.277 5.607.071
Eftirvinnsla v/1777 myndbands 720.874
Myndband um vetrarþjónustu / Hellisheiði 1.172.909
Myndband um malarvegi 1.894.596
Klæðing, myndband 1.111.660
Kjalarnes – kvikmyndataka og eftirvinnsla 1.960.068
Holur í vegum – myndbandagerð 1.046.188
Stikur – myndbandagerð 1.209.868
Myndband um Blandbikslagningu á Reykjanesbraut 557.876
Borgarlína, upptaka á myndböndum 496.000
Vegvarp, gerð nokkra þátta 1.486.140
Myndataka í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði 223.200 223.200
Myndataka á Dynjandisheiði og Reykhólasveit 446.400
Myndband um Hvalfjarðargöng 1.634.072
Myndbönd um Vaktstöðvar og Vetrarþjónustu á Vestfjörðum 2.314.149
MD Reykjavík ehf. (Iceland Review) 909.480 318.000
Nordic Times Media ehf. 446.400 427.800
Visitor Guide ehf. 434.000 465.000
Tvist ehf. 306.400 434.000
Þríbrot ehf. 316.760
SagaZ ehf. 434.000
Samtals: 17.090.936 12.620.452
2. Birtingarkostnaður*
2022 2023
Innlent 5.211.557 8.002.631
Erlent 0 0
Samtals: 5.211.557 8.002.631
*Kostnaður við auglýsingagerð og birtingu er ekki aðgreindur.
Vakin er athygli á svari við fyrirspurn sem lögð var fram á þskj. 2044 – 1206. mál. Í þessu svari er stuðst við þrengri skilgreiningu varðandi auglýsingagerð og birtingar og er svar við framangreindri fyrirspurn því ítarlegra.
3. Viðburðir og ráðstefnur
2022 2023
Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 3.561.477 4.517.442
Brúarráðstefna, Byggjum brýr 3.151.151
NFO-fundur 2.205.692
Samtals: 5.767.169 7.668.593

    Þjóðskrá.
1. Auglýsingagerð og kynningarmál
2022 2023
Atvinnuauglýsingar 370.242 224.762
Annar birtingarkostnaður 385.018 142.600
Samtals: 755.260 367.362
2. Birtingarkostnaður
2022 2023
Innlent 755.260 367.362
Erlent 0 0
Samtals: 755.260 367.362
3. Viðburðir og ráðstefnur
Enginn kostnaður var hjá Þjóðskrá vegna viðburða eða ráðstefna árin 2022 og 2023.