Ferill 995. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1578 — 995. mál.
Fyrirspurn
til mennta- og barnamálaráðherra um íþróttastarfsemi.
Frá Birni Leví Gunnarssyni.
1. Hvaða starfsemi telst vera íþróttastarfsemi í skilningi íþróttalaga, nr. 64/1998?
2. Hver ber ábyrgð á því að skilgreina hvaða starfsemi flokkast sem íþróttastarf eða íþróttastarfsemi samkvæmt framangreindum lögum?
Skriflegt svar óskast.