Ferill 971. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1517 — 971. mál.
Fyrirspurn
til forsætisráðherra um hatursorðræðu.
Frá Eyjólfi Ármannssyni.
2. Telur ráðuneytið sér fært að fara í aðgerðir gegn hatursorðræðu án þess að skýr skilgreining á hugtakinu liggi fyrir sem hægt er að vinna út frá, hvort sem hún er sett fram af hálfu ráðuneytisins eða af öðrum?
3. Liggur fyrir hvort hatursorðræða sé vandamál innan þeirra stétta sem til stendur að bjóða upp á netnámskeið um hatursorðræðu? Er hatursorðræða meira vandamál innan þeirra stétta en hjá öðrum starfsstéttum?
4. Er ráðherra kunnugt um hatursorðræðu hjá eftirfarandi stéttum:
a. kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og starfsfólki sveitarfélaga,
b. starfsfólki Stjórnarráðsins og stofnana þess,
c. skólastjórnendum og kennurum, sem og leiðbeinendum og þjálfurum í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi,
d. dómurum, ákærendum og lögreglu?
5. Verður það skráð hjá vinnuveitanda hvort starfsmaður framangreindra hópa og stétt hafi sótt námskeið um hatursorðræðu?
6. Mun það hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmann telji hann sig ekki þurfa á slíku námskeiði að halda?
Skriflegt svar óskast.