Ferill 949. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1483 — 949. mál.
Fyrirspurn
til utanríkisráðherra um bann við olíuleit.
Frá Andrési Inga Jónssyni.
1. Hvernig hefur því verið fylgt eftir á alþjóðavettvangi að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að ekki verði gefin út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands?
2. Hvaða afstöðu hafa stjórnvöld tekið til aðildar að aðgerðabandalagi ríkja til að hætta gas- og olíuframleiðslu (Beyond Oil And Gas Alliance, BOGA), alþjóðasamnings um bann við vinnslu jarðefnaeldsneytis (Fossil Fuel Non-Proliferation Treaty) eða hugmynda að alþjóðlegum gagnagrunni um þekktar birgðir jarðefnaeldsneytis í jarðskorpunni (Global Registry of Fossil Fuels), í ljósi þess sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum og fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps um bann við olíuleit?
3. Munu stjórnvöld beita sér fyrir aðgerðum sem ráðast að framboðshlið jarðefnaeldsneytis í tengslum við leiðtogafund um metnað í loftslagsmálum, sem haldinn verður í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september nk.?
4. Hafa fulltrúar Íslands komið á framfæri mótmælum við þau ríki, t.d. Noreg og Bandaríkin, sem hafa á undanförnum misserum veitt leyfi til leitar og vinnslu jarðefnaeldsneytis þvert á markmið Parísarsáttmálans?
Munnlegt svar óskast.