Ferill 916. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1437 — 916. mál.
Fyrirspurn
til mennta- og barnamálaráðherra um byrjendalæsi og leshraðamælingar.
Frá Eyjólfi Ármannssyni.
1. Á hvaða innlendu og alþjóðlegu rannsóknum og alþjóðlega viðurkenndu aðferðum á sviði kennslufræði byggist samvirka læsiskennsluaðferðin byrjendalæsi?
2. Hvað önnur ríki innan OECD nota sömu eða sambærilega læsiskennsluaðferð og þá sem á Íslandi er kennd við byrjendalæsi?
3. Hafa verið gerðar rannsóknir á árangri kennsluaðferðarinnar byrjendalæsi á Íslandi?
4. Eru fræðileg rök á bak við þá stefnu íslenskra stjórnvalda að beita hraðlestrarprófum í grunnskólum? Ef svo er, hver eru þau fræðilegu rök og á hvaða rannsóknum byggjast þau?
5. Hvaða önnur ríki innan OECD nota hraðapróf í sama mæli og Ísland?
6. Hvaða stöðumatspróf í lesskilningi fara fram í grunnskólum á Íslandi?
7. Hvaða stöðumatspróf á skrifuðum texta fara fram í grunnskólum á Íslandi?
8. Er lögð áhersla á að hver nemandi fái viðfangsefni miðað við færni í einstaklingsmiðuðu námi í lestrarkennslu í grunnskólum landsins?
Skriflegt svar óskast.
Greinargerð.