Ferill 906. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1419 — 906. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um vildarpunkta.
Frá Birni Leví Gunnarssyni.
1. Teljast vildarpunktar, sem þingmenn eða ráðherrar geta skráð fyrir sig persónulega vegna flugferða sem eru greiddar af hinu opinbera, sem hlunnindi? Ef svo er, hvernig á að gera grein fyrir þeim hlunnindum?
2. Telur ráðherra að opinberir aðilar sem kaupa flugferðir ættu að geta skráð vildarpunkta fyrir viðkomandi stofnun?
3. Hvernig eru vildarkjör metin þegar hið opinbera kaupir flugferðir með tilliti til hagkvæmni í ferðavali?
Skriflegt svar óskast.

