Ferill 903. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1700 — 903. mál.
Svar
utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ungt fólk, frið og öryggi.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hefur ráðuneytið hafið vinnu í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2250 frá 9. desember 2015, um ungt fólk, frið og öryggi? Ef ekki, eru áform til staðar innan ráðuneytisins um að hefja slíka vinnu í náinni framtíð?
Utanríkisráðuneytið hefur ekki ráðist í sérstaka vinnu vegna ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2250, um ungt fólk, frið og öryggi. Finnland var fyrst ríkja til að gefa út landsáætlun um ungt fólk, frið og öryggi árið 2021 en utanríkisráðuneytið hefur ekki getað sett það í forgang að hefja vinnu við slíka áætlun hér á landi. Ísland hefur um árabil unnið að framgangi ályktunar öryggisráðsins nr. 1325, um konur, frið og öryggi, enda hefur stuðningur við kynjajafnrétti verið áhersluþáttur í íslenskri utanríkisstefnu og þróunarsamvinnu. Nú stendur fyrir dyrum vinna við mótun fjórðu landsáætlunar Íslands um konur, frið og öryggi.
Alls fór ½ vinnustund í að taka svarið saman.