Ferill 894. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.
Þingskjal 2018 — 894. mál.
1. tölul.
Síðari umræða.
Breytingartillaga
við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028.
Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (GRÓ).
1. Við töfluna Rekstraryfirlit fyrir ríkissjóð (A1-hluta) árin 2024–2028. Sérstakur fjármagnstekjuskattur, 40,9 ma.kr., undir liðnum Skatttekjur, verði afnuminn og felldur inn í almenna tekjuskattskerfið undir liðnum Skatttekjur.
2. Við töfluna Heildarútgjöld málefnasviða árin 2024–2028 og töfluna Útgjaldarammar málefnasviða árin 2024–2028. Eftirfarandi liðir breytist sem hér segir:
a. Liðurinn 12 Landbúnaður hækki um 113 m.kr. á ári.
b. Liðurinn 24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa orðist svo:
M.kr. á verðlagi 2023 | 2024 | 2025 | 2026 | 2027 | 2028 |
24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa | |||||
Samkvæmt frumskjali
|
79.968 | 81.885 | 83.088 | 85.079 | 86.600 |
Breyting
|
127 | 181 | 733 | 1.066 | 1.212 |
Samtals
|
80.095 | 82.066 | 83.821 | 86.145 | 87.812 |
d. Liðurinn 31 Húsnæðis- og skipulagsmál hækki um 38,4 ma.kr. á ári.