Ferill 888. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1390  —  888. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um endurteknar umsóknir og Dyflinnarmál.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margar endurteknar umsóknir um alþjóðlega vernd hafa verið lagðar fram hér á landi á síðustu þremur árum, þ.e. nýjar umsóknir eftir að niðurstaða vegna fyrri umsóknar lá fyrir? Ekki er hér átt við beiðnir um endurupptöku máls á grundvelli stjórnsýslulaga.
     2.      Hversu margir einstaklingar sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2009, reyndust með fingraför sín skráð í Eurodac-gagnagrunninn svonefnda, af hálfu grískra stjórnvalda, án þess að hafa fengið þar alþjóðlega vernd? En árið 2019?


Skriflegt svar óskast.