Ferill 866. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1358  —  866. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um gagnanotkun Seðlabanka Íslands.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvaða gögn nýtir Seðlabankinn sér til að fá yfirlit yfir skuldastöðu heimila hverju sinni? Hvaða tegundir lána (húsnæðis-, bíla-, yfirdráttarlán o.s.frv.) eru notaðar til þess að meta skuldastöðuna?
     2.      Hvaða gögn nýtir Seðlabankinn sér til að fá yfirlit yfir greiðslugetu heimila? Er í því yfirliti tekið tillit til aukins framfærslukostnaðar, til að mynda fyrir fjölskyldur með börn?
     3.      Hvaða gögn nýtir Seðlabankinn sér til að fá yfirlit yfir vanskil heimila?
     4.      Hversu auðvelt er að sundurliða framantalin gögn eftir aldri, hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð og tekjutíund?
     5.      Hvað er því til fyrirstöðu að uppfæra þessi gögn oftar?
     6.      Hvað er því til fyrirstöðu að hafa þessi gögn aðgengileg almenningi?


Skriflegt svar óskast.