Ferill 865. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1594 — 865. mál.
Svar
menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni um Safnahúsið á Sauðárkróki.
1. Hvað líður endurbótum og viðbyggingu við Safnahúsið á Sauðárkróki sem samkvæmt viljayfirlýsingu um samstarf um fjármögnun og undirbúning menningarhúss í Skagafirði er mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði í maí 2018 átti m.a. að miða að því að bæta aðstöðu listsýninga og sviðslista? Hefur verkefnið verið fjármagnað?
Undanfarið hefur verið unnið að samkomulagi sem áréttar áframhaldandi samstarf um verkefnið og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Stefnt er að undirritun samkomulagsins á næstunni en vinna við áætlanagerð verkefnisins hefur tekið lengri tíma en búist var við. Fjármögnun er að mestu lokið en eftir á að meta áhrif breytinga á nýjustu fjármálaáætlun stjórnvalda.
2. Hvenær býst ráðherra við að hægt verði að hefjast handa við ráðgerða uppbyggingu?
Sveitarfélagið Skagafjörður tekur ákvörðun um undirbúning framkvæmda og heldur utan um tilheyrandi útboðsmál. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja þann undirbúning á þessu ári.