Ferill 824. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1269 — 824. mál.
Fyrirspurn
til matvælaráðherra um rannsóknir og veiðar á humri.
Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.
1. Eru fyrirhugaðar frekari rannsóknir á humarstofninum í sumar? Ef svo er, hvaða rannsóknir? Ef svo er ekki, hver eru rökin fyrir því?
2. Er til áætlun um rannsóknir sem skýri nýliðunarbrest í humarstofninum sem vísindamenn hafa ekki skýrt?
3. Hver er stefna ráðherra að því er varðar það hvenær og hvernig veiðar á humri verða endurvaktar?
Skriflegt svar óskast.