Ferill 817. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1259 — 817. mál.
Fyrirspurn
til mennta- og barnamálaráðherra um málefnasvið ráðherra.
Frá Helgu Völu Helgadóttur.
1. Í ljósi orða ráðherra undir liðnum um fundarstjórn forseta á þingfundi 1. mars sl. kl. 15:58, getur ráðherra upplýst um hvaða málefnasvið heyra undir hans ráðuneyti eftir uppskiptingu á ráðuneytum við myndun nýrrar ríkisstjórnar árið 2021?
2. Heyra öll málefnasvið sem áður voru í mennta- og menningarmálaráðuneyti á kjörtímabilinu 2017–2021 undir hans ráðuneyti?
Skriflegt svar óskast.