Ferill 813. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1252 — 813. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um Sjómannaskólann við Háteigsveg.
Frá Eyjólfi Ármannssyni.
1. Stendur til að selja bygginguna sem kennd er við Sjómannaskólann og stendur við Háteigsveg?
2. Stendur til að ráðstafa byggingunni á annan hátt, svo sem með leigu, eða mun hún áfram verða nýtt til að hýsa kennslustofur Skipstjórnarskólans?
3. Mun ráðherra tryggja að Hollvinasamtök Sjómannaskóla Íslands, samtök sjómanna, skipstjórnarmanna og vélstjóra verði höfð með í ráðum um framtíð byggingarinnar?
Skriflegt svar óskast.
Greinargerð.