Ferill 794. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1211 — 794. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um byggingaröryggisgjald.
Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.
1. Hvert rennur byggingaröryggisgjald, sbr. reglugerð nr. 1068/2010, nú eftir að Mannvirkjastofnun var lögð niður?
2. Hefur komið til álita að láta þetta gjald renna til sveitarfélaga til að fjármagna rekstur slökkviliða og standa undir brunavörnum í héraði? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því?
3. Er unnið að aðgerðaáætlun til að vinna að umbótum í brunavörnum í landinu á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar? Ef svo er, hvenær er hennar að vænta?
Skriflegt svar óskast.