Ferill 786. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1202 — 786. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um bankaskatt.
Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.
1. Er ráðherra kunnugt um að lækkun á bankaskatti hafi skilað sér í bættum kjörum til neytenda?
2. Kemur til álita af hálfu ráðherra, í ljósi þess mikla hagnaðar sem íslensku bankarnir skila og til að bregðast við háu vaxtastigi bankanna ásamt auknum mun á innláns- og útlánsvöxtum, að hækka bankaskatt að nýju?
Skriflegt svar óskast.