Ferill 775. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1290 — 775. mál.
Svar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur um sjúkraflug.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hversu margar sjúkraflugferðir voru farnar árin 2018–2022:
a. hvaðan var flogið,
b. hvar var lent,
c. hversu oft var um skilgreint neyðarflug að ræða,
d. hver var viðbragðstími að meðaltali á ári,
e. hver var árlegur kostnaður vegna ferðanna?
Í fyrirspurninni er ekki ljóst hvort einungis er verið að spyrja um flug með fastvængja flugvélum Mýflugs innan lands og mögulega annarra flugrekstraraðila sem fljúga með sjúklinga erlendis eða hvort einnig skuli taka með sjúkraflug með björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar. Því var ákveðið að kalla eftir svörum fyrir alla þessa þrjá hópa.
Sjúkraflug innan lands – Mýflug.
a. hvaðan var flogið?
Flug frá | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 |
Akureyri | 192 | 214 | 162 | 187 | 237 |
Reykjavík | 193 | 201 | 136 | 177 | 173 |
Egilsstaðir | 111 | 90 | 75 | 125 | 142 |
Vestmannaeyjar | 89 | 62 | 84 | 75 | 86 |
Ísafjörður | 68 | 59 | 43 | 47 | 76 |
Höfn | 46 | 48 | 36 | 48 | 29 |
Norðfjörður | 26 | 24 | 25 | 46 | 41 |
Bíldudalur | 24 | 19 | 20 | 24 | 39 |
Sauðárkrókur | 20 | 17 | 15 | 17 | 19 |
Vopnafjörður | 14 | 14 | 5 | 20 | 6 |
Húsavík | 13 | 6 | 10 | 9 | 11 |
Þórshöfn | 4 | 5 | 1 | 14 | 12 |
Blönduós | 2 | 1 | 0 | 11 | 14 |
Grímsey | 2 | 3 | 2 | 1 | 0 |
Gjögur | 0 | 0 | 4 | 0 | 1 |
Reykjahlíð | 1 | 0 | 0 | 2 | 0 |
Keflavík | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Annað | 2 | 1 | 1 | 1 | 2 |
Alls | 808 | 764 | 619 | 804 | 888 |
b. hvar var lent?
Flug til | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 |
Akureyri | 155 | 182 | 125 | 154 | 183 |
Reykjavík | 510 | 483 | 406 | 526 | 556 |
Egilsstaðir | 30 | 15 | 23 | 26 | 30 |
Vestmannaeyjar | 45 | 32 | 23 | 30 | 37 |
Ísafjörður | 25 | 25 | 24 | 25 | 25 |
Höfn | 5 | 6 | 2 | 6 | 6 |
Norðfjörður | 7 | 8 | 7 | 22 | 21 |
Bíldudalur | 8 | 4 | 1 | 2 | 3 |
Sauðárkrókur | 8 | 3 | 3 | 4 | 6 |
Vopnafjörður | 2 | 0 | 0 | 1 | 3 |
Húsavík | 8 | 2 | 1 | 5 | 4 |
Þórshöfn | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 |
Blönduós | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
Grímsey | 0 | 0 | 1 | 0 | 0 |
Gjögur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Reykjahlíð | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Keflavík | 2 | 3 | 1 | 1 | 7 |
Annað | 3 | 0 | 2 | 2 | 6 |
Alls | 808 | 764 | 619 | 804 | 888 |
c. hversu oft var um skilgreint neyðarflug að ræða?
Ár | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 |
Fjöldi F1-F2 | 385 | 326 | 293 | 370 | 426 |
Hlutfall, neyðarflug | 47,6% | 42,7% | 47,3% | 46,0% | 48,0% |
d. hver var viðbragðstími að meðaltali á ári?
Viðbragðstíminn fyrir F1- og F2-flug hefur undanfarin ár verið nálægt 35 mínútur að meðaltali en miðgildið um 25 mínútur. Árið 2020 var viðbragðstíminn heldur lengri að meðaltali eða yfir 40 mínútur, mögulega COVID-19 að hafa þar áhrif. Miðgildi viðbragðstíma var þó svipað og árin í kring.
Viðbragðstíminn er skilgreindur, og skráður, sem sá tími frá því að staðfest beiðni um sjúkraflug berst þar til flugvél er tilbúin til flugtaks með allan nauðsynlegan búnað, á þeim flugvelli sem sjúkraflugið er þjónustað frá (eða þeim stað þar sem hún er stödd á vegna annars sjúkraflugs). Hámarksviðbragð fyrir F1- og F2-útköll er almennt 35 mínútur en 105 mínútur í þeim tilfellum þegar annað útkall er í gangi.
e. hver var árlegur kostnaður vegna ferðanna?
Sjúkraflug Mýflugs, kostnaður (m.kr.) | Ár |
||||
2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
Grunngjald – SÍ | 227,1 | 303,7 | 294,3 | 324,0 | 544,5 |
Gjald per flug – SÍ | 142,7 | 138,1 | 126,3 | 168,4 | 207,3 |
Gjald per flug – heilbrigðisstofnanir | 112,9 | 171,9 | 120,9 | 181,3 | 223,2 |
Alls Mýflug | 482,7 | 613,8 | 541,5 | 673,8 | 975,1 |
Annað: | |||||
Opnunargjöld Isavia | 20,0 | 24,0 | 16,8 | 22,2 | 28,7 |
Sjúkraflutningamaður – Akureyrarbær– SÍ | 18,0 | 22,1 | 19,5 | 28,1 | 30,6 |
Sjúkraflutningamaður – Akureyrarbær– heilbr.st. | 14,2 | 18,4 | 12,5 | 20,2 | 22,0 |
Alls annað | 52,1 | 64,5 | 48,8 | 70,6 | 81,3 |
Alls | 534,8 | 678,2 | 590,3 | 744,4 | 1.056,3 |
Kostnaður Sjúkrahússins á Akureyri sem snýr m.a. að rekstrarvöru, lyfjum og læknisþjónustu er ekki inni í þessum tölum.
Sjúkraflug innan lands – Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Á árunum 2018 út árið 2022 fór þyrlusveit Landhelgisgæslunnar (LHG) í 495 sjúkraflug. Af því sjúkraflugi greiddu Sjúkratryggingar Íslands fyrir alls 151 sjúkraflug (sem að hluta var síðar greitt af evrópskum systurstofnunum vegna einstaklinga af EES-svæðinu, utan íslenskra ríkisborgara).
Ár | Fjöldi sjúkraferða |
2022 | 103 |
2021 | 120 |
2020 | 73 |
2019 | 85 |
2018 | 114 |
Samtals | 495 |
a. hvaðan var flogið?
Skráning staðsetninga árið 2018 eru einungis til í hnitum og eru því ekki í þessari samantekt.
Sjúklingur sóttur |
||||||
Ár | Austurland | Norðurland | Suðurland | Vestmanna-eyjar | Vesturland | Samtals |
2022 | 2 | 16 | 26 | 19 | 40 | 103 |
2021 | 3 | 14 | 51 | 10 | 42 | 120 |
2020 | 3 | 11 | 28 | 9 | 22 | 73 |
2019 | 0 | 6 | 35 | 7 | 37 | 85 |
2018 | - | - | - | 7 | - | 114* |
Samtals | 8 | 47 | 110 | 52 | 141 | 495 |
b. hvar var lent?
Á þessum 5 árum var lent 211 sinnum á Landspítalanum við Fossvog, 273 á flugvellinum í Reykjavík (BIRK) og 11 sinnum á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Sjúklingi skilað |
||||
Ár | LSH – Fossv. | SAk | Reykjavík | Samtals |
2022 | 37 | 3 | 63 | 103 |
2021 | 42 | 4 | 74 | 120 |
2020 | 29 | 3 | 41 | 73 |
2019 | 45 | 1 | 39 | 85 |
2018 | 58 | 0 | 56 | 114 |
Samtals | 211 | 11 | 273 | 495 |
c. hversu oft var um skilgreint neyðarflug að ræða?
Í öllum tilvikum var um neyðarflug að ræða.
d. hver var viðbragðstími að meðaltali á ári?
Viðbragðstími á árunum 2018–2022 frá því að útkall berst og þyrla er lögð af stað var að meðaltali rúmar 37 mínútur.
Ár | Meðaltal viðbragstíma mm:ss |
2022 | 38:24 |
2021 | 42:27 |
2020 | 37:41 |
2019 | 33:19 |
2018 | 33:20 |
Meðatal | 37:01 |
e. hver var árlegur kostnaður vegna ferðanna?
Breytilegur kostnaður (viðhaldsgjald, varahlutir og eldsneyti) vegna þeirra 494 sjúkrafluga sem farið var í á tímabilinu nam samtals 740 milljónum kr. á þessu 5 ára tímabili. Þar af greiddu Sjúkratryggingar Íslands fyrir 151 flug samtals 220 milljónir kr. Kostnaður vegna annars sjúkraflugs fer af fjárframlögum LHG.
Heildarkostnaður LHG vegna þessara 494 sjúkrafluga sem farin voru á 5 ára tímabilinu 2018–2022, fyrir utan fjármagnsliði og afskriftir, nam samtals 2.357 milljónum kr. eða að meðaltali 427 milljónum kr. á ári. Er þá talinn með allur rekstrarkostnaður í tengslum við flugrekstur LHG sem hægt er að heimfæra á þyrlurekstur, ekki einungis beinn rekstrarkostnaður loftfara.
Sjúkraflug til útlanda.
Fjöldi sjúkrafluga til útlanda.
Sjúkraflug til útlanda | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | Alls |
Ernir | 24 | 30 | 26 | 23 | 32 | 135 |
LHG | 2 | 1 | 1 | 0 | 1 | 5 |
Mýflug | 0 | 0 | 2 | 1 | 1 | 4 |
Norlandair | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 1 |
Alls | 26 | 32 | 29 | 24 | 34 | 145 |
a. hvaðan var flogið?
Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli og Akureyri. Líka getur verið um að ræða flug sem eru farin héðan til að sækja sjúklinga erlendis. Í öllum tilfellum er þetta flug milli Norðurlanda.
b. hvar var lent?
Í langflestum tilfellum var lent í Gautaborg, vegna líffæraskipta. Einnig er um að ræða flug til annarra Norðurlanda vegna bráðra veikinda sem ekki er hægt að sinna hér á landi.
c. hversu oft var um skilgreint neyðarflug að ræða?
Öll flug sem farin eru með sjúkraflugi erlendis eru í eðli sínu aðkallandi. Um er að ræða líffæraþega sem þurfa að komast erlendis í líffæragjöf þar sem líffæri geta ekki beðið lengi. Í öðrum tilfellum er um að ræða sjúklinga með mjög bráð veikindi sem þurfa að fá þjónustu strax sem ekki er hægt að veita hér á landi.
d. hver var viðbragðstími að meðaltali á ári?
Viðbragðstíma þessara útkalla er ekki safnað miðlægt. Mögulega liggur slík skráning hjá rekstraraðilum.
e. hver var árlegur kostnaður vegna ferðanna?
Sjúkraflug til útlanda (m.kr.) | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | Alls |
Kostnaður SÍ | 102,6 | 158,3 | 117,5 | 131,3 | 209,3 | 719,0 |
Sjúkraflutningamenn vegna sjúkraflugs erlendis.
Sjúkraflutninga-menn (m.kr.) | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | Alls |
Kostnaður SÍ | 3,6 | 4,2 | 3,2 | 4,0 | 8,9 | 24,0 |