Ferill 773. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1172 — 773. mál.
Fyrirspurn
til félags- og vinnumarkaðsráðherra um miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Frá Halldóri Auðar Svanssyni.
1. Í hvaða tilfellum á þessari öld hefur ríkissáttasemjari nýtt heimild í 28. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, til að leggja fram miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu?
2. Hversu langur tími leið þar til viðkomandi deilu var vísað til ríkissáttasemjara og þar til miðlunartillaga var lögð fram, í hverju tilfelli fyrir sig?
3. Hversu margar af miðlunartillögunum voru lagðar fram eftir að hlutaðeigandi stéttarfélag hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll en áður en niðurstaða úr þeirri atkvæðagreiðslu lá fyrir?
4. Hversu margar af miðlunartillögunum voru svokallaðar innanhússtillögur, þar sem samninganefndir samþykkja tillöguna áður en hún er borin upp af hlutaðeigandi félögum?
5. Hver er afstaða ráðherra til þess að ríkissáttasemjari leggi fram miðlunartillögu sem ekki er samþykkt af samninganefndum?
Skriflegt svar óskast.