Ferill 745. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1407  —  745. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Halldóru K. Hauksdóttur um framlag ríkisins vegna NPA-samninga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Eru til gögn innan ráðuneytisins um framlag ríkisins til sveitarfélaga vegna þeirra NPAsamninga sem í gildi eru? Ef svo er, hvert er árlegt framlag ríkisins sundurliðað eftir sveitarfélögum?

    Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið óskar árlega eftir umsóknum frá sveitarfélögum og byggðasamlögum um framlag ríkisins vegna þeirra samninga sem í gildi eru um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Árið 2022 bárust umsóknir frá 13 sveitarfélögum vegna 89 samninga um NPA. Heildarframlag ríkisins vegna þeirra var 844.624.938 kr. og skiptist það á eftirfarandi hátt eftir sveitarfélögum:

Sveitarfélag/byggðasamlag Framlag ríkis vegna NPA-samninga
Akureyri og nágrenni1 59.820.444
Bergrisinn bs.2 56.652.552
BsVest3 17.104.473
Dalvíkurbyggð 3.732.569
Fjallabyggð 12.897.989
Garðabær 40.431.804
Hafnarfjörður 161.890.030
Kópavogur 60.027.569
Mosfellsbær 39.524.360
Reykjanesbær 16.750.654
Reykjavík 344.951.944
Skagafjörður4 24.950.072
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs.5 5.890.478
1    Akureyri þ.m.t. Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur.
2    Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.
3    Ísafjörður, Súðavíkurhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
4    Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.
5    Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit.