Ferill 732. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1108 — 732. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um langan málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd.
Frá Indriða Inga Stefánssyni.
1. Hefur farið fram eða á að fara fram greining á því hvaða áhrif langur málsmeðferðartími eða dráttur á afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd skv. 37. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, hefur á umsækjendur að því er snertir geðheilbrigði, aðlögun að samfélaginu og fleiri þætti?
2. Hefur farið fram eða á að fara fram greining á því hvaða áhrif langur málsmeðferðartími eða dráttur á afgreiðslu umsókna um fjölskyldusameiningu skv. VIII. kafla laga um útlendinga, nr. 80/2016, frá umsækjendum sem dveljast hér á landi á grundvelli dvalarleyfis skv. IX. kafla sömu laga hefur á umsækjendur að því er snertir geðheilbrigði, aðlögun að samfélaginu og fleiri þætti?
3. Hyggst ráðuneytið bregðast við lengri málsmeðferðartíma með einhverjum hætti, svo sem með fjölgun stöðugilda við Útlendingastofnun?
Skriflegt svar óskast.