Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1100 — 724. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um rannsókn hryðjuverka.
Frá Indriða Inga Stefánssyni.
1. Hvaða verkferlar eru til staðar varðandi upplýsingagjöf lögreglu til almennings og fjölmiðla þegar kemur að rannsókn mála af hálfu ríkislögreglustjóra skv. b-lið 2. mgr. 5. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, í ljósi þeirra áhrifa sem upplýsingar um slíkt geta haft á samfélagið?
2. Telur ráðherra að endurskoða þurfi þá verkferla með tilliti til máls sem kom nýlega upp og var vísað frá héraðsdómi?
3. Ef slíkir verkferlar eru ekki til staðar, stendur yfir vinna í ráðuneytinu að slíkum verkferlum?
Skriflegt svar óskast.