Ferill 723. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1099  —  723. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kynsegin fólk í fangelsum.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hafa kynsegin einstaklingar afplánað refsingu í fangelsi á Íslandi?
     2.      Hafa verið innleiddir verkferlar um það hvernig skuli taka á móti þeim, um það í hvaða fangelsi þeir skuli fara og um fleira sem komið getur til álita með tilliti til sértækra þarfa þeirra?


Skriflegt svar óskast.