Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1098 — 722. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um neyðarbirgðir af lyfjum o.fl.
Frá Indriða Inga Stefánssyni.
1. Hver er staðan á neyðarbirgðum í landinu af lyfjum, lækningatækjum og íhlutum til heilbrigðisþjónustu ef koma skyldi til stöðvunar á innflutningi? Til hve langs tíma myndu þær endast?
2. Er fyrirséð að grípa þurfi til forgangsröðunar við veitingu heilbrigðisþjónustu ef koma skyldi til stöðvunar á innflutningi framangreindra vara um einhvern tíma? Er til aðgerðaáætlun vegna þess?
Skriflegt svar óskast.