Ferill 721. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1097 — 721. mál.
Fyrirspurn
til matvælaráðherra um neyðarbirgðir matvæla.
Frá Indriða Inga Stefánssyni.
1. Hverjar eru neyðarbirgðir í landinu af matvælum ef til þess kæmi að innflutningur stöðvaðist í þrjá mánuði eða lengur?
2. Liggur fyrir til hvaða aðgerða skuli gripið ef kemur til stöðvunar á innflutningi matvæla?
3. Eru áætlaðar mismunandi aðgerðir vegna þessa með tilliti til árstíma sem innflutningur myndi stöðvast?
Skriflegt svar óskast.