Ferill 657. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1027  —  657. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um byggingarrannsóknir og rannsóknir tengdar rakavandamálum.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að nægileg þekking sé til staðar hér á landi svo finna megi lausnir á rakavandamálum í byggingum?
     2.      Er ástæða til að endurskoða núgildandi byggingarreglugerð í ljósi frétta af leka í nýlegum byggingum, með tilheyrandi rakaskemmdum, og grípa samhliða til aðgerða svo stemma megi stigu við lekavandamálum?
     3.      Þarf að samræma matsviðmið og skoðunaraðferðir þegar glímt er við galla og mistök í fasteignum eða ranga hönnun þeirra?
     4.      Ef þörf er á öflugra eftirliti en nú tíðkast með framlögðum verkteikningum og framfylgd þeirra, hvernig mætti haga því sem best?


Skriflegt svar óskast.