Ferill 643. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1007 — 643. mál.
Fyrirspurn
til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um markmið um orkuskipti.
Frá Indriða Inga Stefánssyni.
1. Hvernig sér ráðherra fyrir sér að hægt sé að ná markmiðum um orkuskipti, í ljósi þess að bensín- og dísilbifreiðar hafa verið meiri hluti nýskráðra bíla sl. ár, þrátt fyrir að niðurgreiðslur ríkisins í formi ívilnana vegna kaupa á nýjum rafmagnsbifreiðum hafi hlaupið á milljörðum króna undanfarin ár?
2. Snúa markmið ríkisstjórnarinnar aðeins að orkuskiptum bílaflotans eða einnig að fækkun bifreiða í umferð, í ljósi þess að bifreiðum er enn að fjölga töluvert hvert ár? Ef ekki, af hverju ekki? Ef svo er, hvaða vinna fer fram í ráðuneytinu til að stuðla að því?
Skriflegt svar óskast.