Ferill 623. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1236 — 623. mál.
Svar
fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um stjórnir opinberra hlutafélaga.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
1. Hversu margir eru í stjórnum opinberra hlutafélaga, sundurliðað eftir félögum?
2. Hversu há eru stjórnarlaunin í þessum félögum?
Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, er með hugtakinu opinbert hlutafélag átt við félag sem hið opinbera, einn eða fleiri hluthafar, á að öllu leyti, beint eða óbeint. Slíkum félögum einum er rétt og skylt að hafa orðin opinbert hlutafélag í heiti sínu eða skammstöfunina ohf. Svarið miðast við þessa merkingu samkvæmt lögunum.
Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um fjölda stjórnarmanna ásamt launakostnaði stjórna, sundurliðað eftir opinberum hlutafélögum (ohf.) í eigu ríkisins.
Samtals starfa 54 manns í stjórnum opinberra hlutafélaga. Nánari upplýsingar um nöfn þeirra og laun má finna á vefsíðu Stjórnarráðsins um félög í eigu ríkisins. 1 Á sömu vefsíðu er að finna Ársskýrslu ríkisfyrirtækja 2021 þar sem einnig koma fram upplýsingar um stjórnarlaun opinberra félaga.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
1 www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/felog-i-eigu-rikisins/