Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1177  —  607. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um nauðungarsölu, fjárnám og gjaldþrotaskipti hjá einstaklingum.


     1.      Hversu margar fasteignir einstaklinga voru seldar nauðungarsölu árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum, embættum og umdæmum sýslumanna.
    Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr starfskerfum sýslumanna með vélrænni talningu í samstarfi við sýslumannaráð og Abra ehf., þjónustuveitanda sýslumanna. Svarið miðast við fjölda fasteigna sem voru skráðar í eigu einstaklinga, með skráð málalok „Lokið með afsali“ og dagsetningu málaloka á árinu 2022. Tölfræðin er sundurliðuð eftir embættum og mánuðum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hversu mörg fjárnám voru gerð hjá einstaklingum árið 2022 og hversu mörg þeirra reyndust árangurslaus? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum, embættum og umdæmum sýslumanna.
    Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr starfskerfum sýslumanna með vélrænni talningu í samstarfi við sýslumannaráð og Abra ehf., þjónustuveitanda sýslumanna. Um er að ræða
fjölda aðfararmála árið 2022 þar sem gerðarþolar voru einstaklingar og málum lauk annaðhvort með fjárnámi í eign eða án árangurs. Tölfræðin er sundurliðuð eftir mánuðum og embættum auk tegundar eignar þegar máli lauk með fjárnámi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Bú hversu margra einstaklinga voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum, dómstólum og umdæmum þeirra.

    Samkvæmt upplýsingum frá dómstólasýslunni voru bú 157 einstaklinga tekin til gjaldþrotaskipta árið 2022, sbr. eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.