Ferill 606. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1123 — 606. mál.
Svar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um skimun fyrir krabbameini.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hversu hátt hlutfall kvenna sem fengu boð mætti í skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi árið 2022 og síðustu fjögur ár þar á undan?
Hér að aftan kemur fram mætingarhlutfall kvenna í skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi árin 2018–2021 en tölur fyrir árið 2022 liggja enn ekki fyrir. Mætingarhlutfall er vel skilgreindur alþjóðlegur gæðavísir í krabbameinsskimun og er reiknaður sem uppsafnaður fjöldi kvenna sem mættu síðastliðin 2 ár í brjóstaskimun og síðastliðin 3,5 ár í leghálsskimun sem hlutfall af fjölda kvenna á skimunaraldri sem eru á boðskrá í skimunarskrá.
Mætingarhlutfall í skimun fyrir brjóstakrabbameini árin 2018–2021:
2018 57%
2019 61%
2020 62%
2021 54%
2022 tölur ekki aðgengilegar enn
Mætingarhlutfall í skimun fyrir leghálskrabbameini árin 2018–2021:
2018 66%
2019 67%
2020 66%
2021 65%
2022 tölur ekki aðgengilegar enn