Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 639 — 523. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga.
Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.
1. Hversu margir einstaklingar töldu fram íbúðarhúsnæði á skattframtali vegna ársins 2008 og hversu margar voru þær fasteignir?
2. Hversu margir einstaklingar sem töldu fram íbúðarhúsnæði á skattframtali vegna ársins 2008 töldu einnig fram íbúðarhúsnæði á skattframtali vegna eftirtalinna ára og hversu margar voru þær fasteignir:
a. 2009,
b. 2010,
c. 2011,
d. 2012,
e. 2013,
f. 2014,
g. 2015,
h. 2016,
i. 2017,
j. 2018,
k. 2019,
l. 2020,
m. 2021?
Skriflegt svar óskast.