Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 635  —  519. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um fjölgun starfsfólks og embættismanna.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Hversu margt starfsfólk hefur verið ráðið til starfa hjá menningar- og viðskiptaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Svar óskast sundurliðað eftir því:
                  a.      hvort um er að ræða skipun í embætti eða ráðningu,
                  b.      hvort um er að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar,
                  c.      hversu mörg ný störf er um að ræða.
     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar frá því í nóvember 2021? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um er að ræða skipun í embætti eða ráðningu.
     3.      Hver er fjöldi stöðugilda á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytis samanborið við fjölda stöðugilda sömu málefnasviða í viðeigandi ráðuneytum í nóvember 2017?
     4.      Hver er áætlaður viðbótarkostnaður vegna fjölgunar starfsfólks hjá menningar- og viðskiptaráðuneyti á kjörtímabilinu?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Fyrirspyrjandi óskaði eftir því að fjármála- og efnahagsráðherra, sem ráðherra starfsmannamála ríkisins, sbr. 5. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, myndi svara fyrirspurn sem laut að öllum ráðuneytum. Ekki var orðið við því og neyðist fyrirspyrjandi því til að beina fyrirspurninni að hverjum og einum ráðherra. Vegna umfangsmikilla breytinga á skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta þegar ný ríkisstjórn tók við 28. nóvember 2021 þurfa ráðuneyti í einhverjum tilvikum að vinna saman að upplýsingaöflun og svari við þessari fyrirspurn.