Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 635 — 519. mál.
Fyrirspurn
til menningar- og viðskiptaráðherra um fjölgun starfsfólks og embættismanna.
Frá Helgu Völu Helgadóttur.
1. Hversu margt starfsfólk hefur verið ráðið til starfa hjá menningar- og viðskiptaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Svar óskast sundurliðað eftir því:
a. hvort um er að ræða skipun í embætti eða ráðningu,
b. hvort um er að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar,
c. hversu mörg ný störf er um að ræða.
2. Hversu margar stöður hafa verið auglýstar frá því í nóvember 2021? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um er að ræða skipun í embætti eða ráðningu.
3. Hver er fjöldi stöðugilda á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytis samanborið við fjölda stöðugilda sömu málefnasviða í viðeigandi ráðuneytum í nóvember 2017?
4. Hver er áætlaður viðbótarkostnaður vegna fjölgunar starfsfólks hjá menningar- og viðskiptaráðuneyti á kjörtímabilinu?
Skriflegt svar óskast.
Greinargerð.