Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 511 — 436. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila utan sveitarfélags eða svæðis.
Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.
1. Hversu mikið af íbúðarhúsnæði í hverju af eftirtöldum sveitarfélögum er annars vegar í eigu einstaklinga með heimilisfesti utan höfuðborgarsvæðisins og hins vegar í eigu lögaðila með skráð póstfang utan höfuðborgarsvæðisins:
a. Reykjavík,
b. Garðabæ,
c. Hafnarfirði,
d. Kópavogi,
e. Mosfellsbæ,
f. Seltjarnarnesbæ?
2. Hversu mikið af íbúðarhúsnæði á Akureyri er annars vegar í eigu einstaklinga með heimilisfesti utan sveitarfélagsins og hins vegar í eigu lögaðila með skráð póstfang utan sveitarfélagsins?
3. Hvaða hlutfall er þetta af heildarfjölda íbúðarhúsnæðis í hverju framangreindra sveitarfélaga?
4. Hvert er verðmæti framangreinds íbúðarhúsnæðis samkvæmt fasteignamati í hverju sveitarfélagi fyrir sig?
Skriflegt svar óskast.

