Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 688  —  389. mál.
Leiðrétt tafla.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Helga Héðinssyni um stofnvegi.


     1.      Hversu margir kílómetrar að lengd eru stofnvegir landsins?
    Heildarlengd stofnvega í þjóðvegakerfinu er 4.432,34 km að undanskildum stofnvegum á hálendi. Stofnvegir á hálendi eru alls 479,61 km.

     2.      Hversu margir kílómetrar af stofnvegum landsins eru enn án bundins slitlags? Svar óskast sundurliðað eftir vegum.
    Alls eru 315,13 km af stofnvegum utan hálendis án bundins slitlags:

Heiti vegar Númer Lengd/km
Biskupstungnabraut 35 0,23
Kjalvegur utan hálendis 35 7,95
Snæfellsnesvegur 54 55,38
Vestfjarðavegur 60 51,51
Bíldudalsvegur 63 29,45
Innstrandavegur 68 38,88
Norðausturvegur 85 7,23
Skrið- og Breiðdalsvegur 95 17,55
Skaftártunguvegur 208 10,72
Hauganesvegur 809 0,65
Bárðardalsvegur vestri 842 37,31
Hlíðarvegur 917 57,62
Hánefsstaðavegur 952 0,65

     3.      Hvenær er áætlað að ljúka lagningu bundins slitlags á þeim stofnvegum þar sem er eftir að leggja bundið slitlag?
    Nú eru hafnar framkvæmdir á eftirfarandi stofnvegum:
    
Heiti vegar Lengd/km Verklok áætluð
Hluti Snæfellsnesvegar 5,40 2023
Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði 30,92 2025–2026
Vestfjarðavegur um Gufudalssveit 20,39 2025–2026
Samtals 56,71

    Samkvæmt samgönguáætlun 2020–2024 eru eftirfarandi framkvæmdir til viðbótar ráðgerðar:
Heiti vegar Lengd/km
Norðausturvegur um Brekknaheiði
8,5

    Þá eru í samgönguáætlun 2020–2034 jafnframt eftirfarandi framkvæmdir sem tengjast lagningu bundins slitlags á stofnvegi:
    
Heiti vegar Lengd/km
Snæfellsvegur um Skógarströnd 50,0
Bíldudalsvegur frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi 30,0
Innstrandavegur 5,0
Norðausturvegur um Brekknaheiði 8,5
Bárðardalsvegur vestri 37,0
Hlíðarvegur (917) 20,0
Samtals 150,5

    Framkvæmdir við stofnvegi hafa verið í forgangi í samgönguáætlun lengi. Ein af áherslum samgönguáætlunar 2020–2034 er að allar stofnleiðir og tengingar þeirra við þéttbýli með fleiri en 100 íbúa verði með bundnu slitlagi og viðunandi burðarþoli.
    Nú er í gangi vinna við gerð nýrrar samgönguáætlunar 2023–2037.

     4.      Er vilji til að setja framkvæmdir við stofnvegi í forgang við endurskoðun samgönguáætlunar?
    Ætíð þarf að forgangsraða fjármunum til vegagerðar. Unnið er að endurskoðun samgönguáætlunar sem verður lögð fram á Alþingi á vorþingi. Fjármálaáætlun er síðan lögð fram á hverju vorþingi. Við endurskoðun samgönguáætlunar og forgangsröðun framkvæmda verður áhersla á stofnvegi eins og hingað til. Af nógu er að taka og sem dæmi má nefna aðrar nýframkvæmdir, svo sem aðskilnað akstursstefna, lagningu bundins slitlags á tengivegi og breikkun einbreiðra brúa. Endanleg ákvörðun er í höndum Alþingis, sem með samþykkt tillögu að samgönguáætlun ákveður forgangsröðina.