Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 621  —  378. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur um sjálfkrafa skráningu samkynja foreldra.


     1.      Hefur ráðuneytið skoðað að heimila sjálfkrafa skráningu samkynja foreldra sem eru í hjúskap eða í skráðri sambúð?
    Ráðuneytið hefur ekki skoðað það sérstaklega þar sem þeir lagabálkar sem í hlut eiga heyra undir dómsmálaráðuneytið.

     2.      Hver er afstaða ráðherra til þess að heimila sjálfkrafa skráningu samkynja foreldra sem eru í hjúskap eða í skráðri sambúð?
    Ráðherra er hlynntur breytingum sem þessum og telur þær framfaraspor í réttindum samkynhneigðra og rökrétt framhald af þegar áunnum réttindum. Rétt er þó að breytingar sem þessar séu skoðaðar vandlega og þær unnar faglega í samvinnu við hagsmunaaðila.

     3.      Telur ráðherra að eitthvað standi í vegi fyrir að heimila sjálfkrafa skráningu samkynja foreldra sem eru í hjúskap eða í skráðri sambúð?
    Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er ekkert því til fyrirstöðu tæknilega að skráningar fari fram með þessum hætti sé kveðið á um það í lögum og reglugerðum.