Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1426  —  373. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur um íbúðarhúsnæði í þéttbýli sem nýtt er sem orlofshúsnæði.


     1.      Hvert er áætlað umfang íbúðarhúsnæðis í þéttbýli þar sem eigandi hefur annað lögheimili og húsnæðið er ekki í skráðri langtímaleigu? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
    Forsendur eftirfarandi töflu eru fullbúnar íbúðir í þéttbýli þar sem eigandi er annars vegar einstaklingur sem er með annað lögheimili eða eigandi er lögaðili og hvorki er þinglýstur leigusamningur á fasteigninni né eru greiddar húsnæðisbætur vegna fasteignarinnar.
    Gera verður þann fyrirvara að talsvert algengt er að hvorki sé þinglýstur leigusamningur né greiddar húsnæðisbætur á húsnæði í eigu leigufélaga þó að það sé í útleigu.

Sveitarfélag Fullbúnar íbúðir í þéttbýli Íbúðir í eigu einstaklinga með annað lögheimili* Íbúðir í eigu lögaðila**
Reykjavík 57.049 4.165 3.843
Kópavogur 14.796 1.082 573
Seltjarnarnes 1.728 122 53
Garðabær 6.668 409 243
Hafnarfjörður 10.586 518 376
Mosfellsbær 4.372 211 189
Kjósarhreppur 107 - -
Reykjanesbær 8.072 417 866
Grindavík 1.129 68 63
Vogar 508 21 52
Suðurnesjabær 1.297 56 127
Akranes 3.038 158 149
Skorradalshreppur 42 - -
Hvalfjarðarsveit 271 - -
Borgarbyggð 1.813 64 51
Grundarfjarðarbær 355 24 36
Eyja- og Miklaholtshreppur 68 - -
Snæfellsbær 706 55 64
Stykkishólmur og Helgafellssveit 572 76 32
Dalabyggð 366 16 15
Bolungarvík 415 35 65
Ísafjarðarbær 1.718 173 153
Reykhólahreppur 161 6 18
Tálknafjarðarhreppur 117 11 14
Vesturbyggð 537 68 64
Súðavíkurhreppur 113 7 9
Árneshreppur 39 - -
Kaldrananeshreppur 70 14 13
Strandabyggð 237 28 8
Húnaþing vestra 597 36 13
Höfðahreppur 215 28 20
Skagabyggð 47 - -
Húnabyggð 571 49 34
Skagafjörður 1.938 137 117
Akureyri 8.724 655 668
Húsavík 1.358 90 113
Fjallabyggð 1.087 215 65
Dalvíkurbyggð 764 32 15
Eyjafjarðarsveit 419 - -
Hörgárbyggð 314 - -
Svalbarðsstrandarhreppur 167 - -
Grýtubakkahreppur 156 17 15
Tjörneshreppur 31 - -
Þingeyjarsveit 669 19 9
Langanesbyggð 274 30 15
Fjarðabyggð 2.106 173 178
Múlaþing 2.166 163 116
Vopnafjarðarhreppur 299 21 28
Fljótsdalshreppur 43 - -
Vestmannaeyjar 1.870 175 137
Sveitarfélagið Árborg 4.347 322 163
Hornafjörður 891 46 62
Mýrdalshreppur 280 35 53
Skaftárhreppur 268 4 29
Ásahreppur 101 - -
Rangárþing eystra 777 40 53
Rangárþing ytra 750 22 23
Hrunamannahreppur 316 29 27
Hveragerði 1.284 83 100
Sveitarfélagið Ölfus 866 30 35
Grímsnes- og Grafningshreppur 212 - -
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 259 - -
Bláskógabyggð 511 15 34
Flóahreppur 259 - -
*    Eigandi er einstaklingur sem er með annað lögheimili og hvorki er þinglýstur leigusamningur á fasteigninni né eru greiddar húsnæðisbætur vegna fasteignarinnar
**    Eigandi er lögaðili og hvorki er þinglýstur leigusamningur á fasteigninni né eru greiddar húsnæðisbætur vegna fasteignarinnar.

     2.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að leggja til að sett verði þak á það hversu hátt hlutfall íbúðarhúsnæðis í þéttbýli má „standa tómt“?
    Bent hefur verið á að íbúðir sem standa auðar og enginn er skráður með lögheimili í dragi úr framboði leiguíbúða. Annar þáttur sem talinn er að dragi úr framboði leiguíbúða er fjölgun ferðamanna. Með fjölgun ferðamanna er ljóst að skammtímaleiga í formi heimagistingar hefur aukist á ný. Ekki liggur fyrir hvert umfang þessara tveggja þátta er á framboð og hvaða áhrif mögulegar mótvægisaðgerðir gætu haft. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði 1 kom fram að eðlilegt væri að sveitarfélög hefðu úrræði til að bregðast við og stýra umfangi bæði skammtímaútleigu og auðra íbúða ef skortur er á íbúðum innan sveitarfélagsins. Til skoðunar er að endurskoða löggjöf um skammtímaútleigu eða heimagistingu þannig að sveitarfélög ákveði á hverjum tíma í hvaða mæli slíkt verði leyft umfram tiltekinn dagafjölda sem löggjafinn ákveður og að eftirlit verði eflt. Eðlilegt er að umræða um hversu hátt hlutfall íbúðarhúsnæðis í þéttbýli megi standa tómt fari fram innan sveitarfélaga.

     3.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að leggja til að sett verði búsetuskylda á eigendur íbúðarhúsnæðis sem verði skylt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði í þéttbýli sem nýtt er sem orlofshúsnæði ef fjöldi íbúa í þéttbýlinu er undir ákveðnum fjölda? Ef já, hvað telur ráðherra vera ásættanlegt fjöldaviðmið? Ef nei, hvaða önnur úrræði sér ráðherra fyrir sér til að tryggja nægt framboð íbúðarhúsnæðis í viðkvæmum byggðum?
    Innviðaráðuneytið hefur hafið vinnu við mótun stefnu á sviði húsnæðismála með birtingu grænbókar húsnæðis- og mannvirkjamála. Í framhaldinu hefst vinna við undirbúning tillögu til þingsályktunar um stefnumótun húsnæðismála. Samfélagslegt markmið stefnunnar er að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við íbúðaþörf. Mikilvæg stjórntæki til þess að ná því fram eru húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Húsnæðisáætlunum er ætlað að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.
    Tryggð byggð er verkefni sem hefur það að markmiði að stórauka uppbyggingu íbúðarhúsnæðis utan suðvesturshornsins. Um er að ræða samstarfsvettvang allra þeirra sem koma að húsnæðismálum á landsbyggðinni. Í gegnum Tryggða byggð er stuðlað að bættu aðgengi að upplýsingum um sérstök landsbyggðarlán, stofnframlög og byggðaframlög, samstarf við opinbera leigufélagið Bríeti og húsnæðissjálfseignarstofnunina Brák hses., sem er í eigu 31 sveitarfélags á landsbyggðinni, svo og stuðning sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir á hönnunar- og undirbúningsstigi. Til þessa hefur verkefnið leitt til fjölgunar íbúða á landsbyggðinni sem nemur um 680 íbúðum í 38 sveitarfélögum, og er heildarfjárfesting 19,84 milljarðar kr.

     4.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að sveitarfélögum, þar sem skortur er á húsnæði í þéttbýli, verði heimilt að innheimta „tómthúsgjald“ af íbúðarhúsnæði sem eigandi býr ekki í eða er ekki í langtímaleigu? Ef já, hver ættu skilyrði slíks gjalds að vera?
    Það hefur ekki komið til álita af hálfu ráðherra.
1    Niðurstöður starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, maí 2022: www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/IRN/Frettatengd-skjol/Starfsh%C3%B3pur%20um%20umb%C3%A6tur%20%C3%A1%20h%C3%BAsn%C3%A6%C 3%B0ismarka%C3%B0i%20-%20sk%C3%BDrsla%20-%20lokaeintak.pdf