Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 693  —  294. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um gjaldfrjálsar tíðavörur.


     1.      Hvaða sveitarfélög buðu upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum við upphaf haustannar 2022?
    Mennta- og barnamálaráðuneytið aflaði upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvaða sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjálsar tíðavörur. Sambandið sendi út könnun til allra sveitarfélaga þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort boðið væri upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum eða hvort það væri í vinnslu. Ágæt svörun var í könnuninni en svör bárust frá 46 sveitarfélögum sem ná yfir u.þ.b. 86% landsmanna. Rétt er að árétta að ekki er um lagaskyldu fyrir sveitarfélög að ræða heldur byggist ákvörðun á stefnu viðkomandi sveitarfélaga.
    Við yfirferð á upptalningu yfir sveitarfélög þarf að taka með í reikninginn að sum sveitarfélög reka ekki grunnskóla eða frístund. Það er annaðhvort af því að þar búa ekki börn á grunnskólaaldri eða af því að börnin sækja skóla í önnur sveitarfélög þar sem þau hafa þá hugsanlega aðgang að gjaldfrjálsum tíðavörum.
    Hvað varðar grunnskóla bjóða rúm 80% þeirra sveitarfélaga sem svara könnuninni upp á gjaldfrjálsar tíðavörur eða eru með það í vinnslu.
    Eftirfarandi sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í grunnskólum: Sveitarfélagið Skagaströnd, Hrunamannahreppur, Hörgársveit, Rangárþing eystra, Grýtubakkahreppur, Langanesbyggð, Sveitarfélagið Vogar, Fjallabyggð, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Suðurnesjabær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Hafnarfjarðarbær, Grundarfjarðarbær, Reykhólahreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Múlaþing, Flóahreppur, Rangárþing ytra, Hvalfjarðarsveit, Sveitarfélagið Árborg, Bláskógabyggð, Ísafjarðarbær, Mosfellsbær, Borgarbyggð, Skagafjörður, Svalbarðsstrandarhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Þingeyjarsveit, Hveragerðisbær og Garðabær.
    Sveitarfélög sem eru með í vinnslu að bjóða upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í grunnskólum: Snæfellsbær, Reykjanesbær, Strandabyggð og Kópavogsbær.
    Hvað varðar félagsmiðstöðvar bjóða um 77% sveitarfélaga sem svara könnuninni upp á gjaldfrjálsar tíðavörur eða eru með það í vinnslu.
    Eftirfarandi sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í félagsmiðstöðvum: Sveitarfélagið Skagaströnd, Hörgársveit, Rangárþing eystra, Grýtubakkahreppur, Langanesbyggð, Sveitarfélagið Vogar, Vopnafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Suðurnesjabær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Hafnarfjarðarbær, Grundarfjarðarbær, Reykhólahreppur, Múlaþing, Flóahreppur, Hvalfjarðarsveit, Sveitarfélagið Árborg, Ísafjarðarbær, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Skagafjörður, Svalbarðsstrandarhreppur, Strandabyggð, Sveitarfélagið Hornafjörður, Þingeyjarsveit, Garðabær og Kópavogsbær.
    Sveitarfélög sem eru með í vinnslu að bjóða upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í félagsmiðstöðvum: Hrunamannahreppur, Snæfellsbær, Fjallabyggð, Húnabyggð og Tálknafjarðarhreppur.

     2.      Hvaða framhaldsskólar buðu upp á gjaldfrjálsar tíðavörur á sama tíma?
    Mennta- og barnamálaráðuneytið sendi spurninguna til allra framhaldsskóla á landinu.
    Eftirtaldir framhaldsskólar segjast hafa hafi boðið upp á gjaldfrjálsar tíðavörur frá haustinu 2022 eða lengur: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Borgarholtsskóli, Menntaskólinn við Sund, Framhaldsskólinn á Húsavík, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Menntaskólinn að Laugarvatni, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Verzlunarskóli Íslands, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Menntaskólinn í Kópavogi, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskóli í tónlist, Fjölbrautaskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn í Reykjavík, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Tækniskólinn, Menntaskólinn á Ásbrú, Keilir og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.