Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 620  —  287. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um lagningu bundins slitlags á umferðarlitla vegi.


     1.      Hvaða reglum (verklagsreglum, viðmiðum eða stöðlum) þarf Vegagerðin að fylgja við vinnu að markmiði 2.1.6 í samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034 um að unnið verði „að lagningu á bundnu slitlagi á umferðarlitla vegi sem hafa viðunandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leyti ábótavant“?
    Vegagerðin fylgir veghönnunarreglum við hönnun þjóðvega sem nálgast má hér: www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/leidbeiningar-og-stadlar/veghonnunarreg lur/. Um lagningu bundins slitlags á umferðarlitla vegi gilda jafnframt viðbótarreglur sem eiga við lágmarksaðgerðir við styrkingu vega og lagningu bundins slitlags þegar ekki er unnt að endurgera veg samkvæmt ýtrustu reglum. Í viðbótarreglunum er tekið á þáttum eins og umferðarþunga, burðarþoli, hraða, breidd, beygjum, merkingum við og á vegi, auk annarra atriða.
    Skipting fjárveitingar til verkefnisins á milli svæða tekur mið af lengd vega án bundins slitlags á hverju svæði og umferðarmagni. Lögð er áhersla á umferðarmestu vegina. Önnur atriði sem tekið er tillit til eru ástand veganna, vinnusókn og skólaakstur. Þá er tekið tillit til þess hversu erfitt er að halda uppi þjónustu á þeim eins og þeir eru. Auðveldara er að halda uppi þjónustu eftir að bundið slitlag hefur verið lagt á vegi. Svæðisstjórar leita álits frá sveitarfélögum og sambandi sveitarfélaga hver á sínu svæði um forgangsröðun og val verkefna.

     2.      Hvaða verkefni hafa verið unnin í samræmi við þetta markmið?
    Fjárveiting til verkefnisins kom fyrst inn á samgönguáætlun á árinu 2011. Heiti verkefnisins í samgönguáætlun er „Tengivegir, bundið slitlag“. Alls hafa um 330 km af vegum verið lagðir bundnu slitlagi á árunum 2011–2022 undir formerkjum þessa verkefnis. Skipting eftir svæðum Vegagerðarinnar og vegum má sjá hér á eftir:

Vegnúmer Kafli Vegheiti

Kaflaheiti

Lengd km

Suðursvæði
26 04 Landvegur Galtalækur–Þjófafossvegur 7,5
26 04 Landvegur Þjófafossvegur–Landmannaleið 5,3
42 02/03 Krýsuvíkurvegur Vigdísarvallarv.–Suðurstr.v. 10,1
42 02 Krýsuvíkurvegur um Vatnsskarð 1,5
204 02 Meðallandsvegur Fossar–Syðri-Fljótar 6,4
206 01 Holtsvegur Hunkubakki–Fjaðrárglj.v. 1,1
206 11 Fjaðrárgljúfursvegur Holtsv.(206)–Fjaðrárgljúfur 1,1
218 02 Dyrhólavegur Dyrhólavegur –Viti 6
249 01 Þórsmerkurvegur Hringvegur–Seljalandsá 1,25
221 01 Sólheimajökulsvegur Hringvegur–Sólheimajökull 4,2
249 01 Þórsmerkurvegur Hringvegur–Seljalandsá 1,25
252 06 Landeyjavegur Ártúnsvegur–Hringvegur 2,6
264 02 Rangárvallavegur Hróarslækur–Gunnarsholt 2,4
266 01 Oddavegur Vindás–Landeyjavegur (252–05) 2,8
268 01 Þingskálavegur Kaldbakur–Svínhagi 5
271 01 Árbæjarvegur Fossar–Syðri-Fljótar 2,4
272 01 Bjallavegur um Lækjarbotna 0,6
302 01 Urriðafossvegur Hringvegur–Urriðafoss 1,2
305 02 Villingaholtsvegur við Fljótshóla 0,7
308 01 Hamarsvegur Gaulverjabæjarvegur–Hamarshjáleiga 6
309 01 Kolholtsvegur Villingaholtsvegur–Vatnsholt 0,9
310 01 Votmúlavegur Nýibær–Lækjarmót og Ljónsst–Lækjarmót 2,4
321 01 Skeiðháholtsvegur Skeiðav. Skeiðháholtsv. 1,7
324 01 Vorsabæjarvegur Skeiðavegur (30)–Vorsbær 2
325 01 Gnúpverjavegur Þjórsárdalsvegur–Þverá 1,6
340 01 Auðholtsvegur Frá slitlagsenda að Langholtsvegi 1
341 01 Langholtsvegur Flúðir–Auðsholtsvegur 7
344 01 Hrunavegur Hrunamannavegur–Kaldbaksvegur 3,6
350 01 Grafningsvegur neðri Hlíð–Grafningsvegur efri 4,3
351 01 Búrfellsvegur Þingvallavegur–Búrfell 2,3
360 02 Grafningsvegur efri Írafossvegur–Nesjavallavegur 12,8
366 01 Böðmóðsstaðavegur Laugarvatnsv.–Böðmóðsst. 2,3
431 01 Hafravatnsvegur Nesjavallavegur–Úlfarsfellsvegur 4,2
443 01 Reykjanesvitavegur Nesvegur–Reykjanesviti 1,7
461 01 Meðalfellsvegur Hvalfjarðarvegur–Kjósaskarðsvegur 2,8
Samtals 120
Vestursvæði
52 02 Uxahryggjavegur Borgafjarðarbraut–Lundareykjadalsv. 6
55 02 Heydalsvegur um Bíldhól 0,2
59 01 Laxárdalsvegur Þrándaargil–Gröf 5,8
502 01 Svínadalsvegur Leirársveitarvegur–Kambshóll 8
505 01 Melasveitarvegur Hringvegur–Bakki 2
505 01 Melasveitarvegur Bakki–Svínabú 4,9
507 01 Mófellsstaðavegur Borgarfjarðarbr.– Hreppslaug 2
508 02 Skorradalsvegur Vatnsendahlíð–Dagverðarnes 3,7
509 05 Klofningsvegur um Skarð og Klifmýri 0,9
515 01 Flókadalsvegur um Litla-Kropp, Geirshlíð og Giljahlíð 1
522 02 Þverárhlíðarvegur Borgarfjarðarbraut–Högnastaðir 8,5
523 01/02 Hvítársíðuvegur um Síðumúla og Kirkjuból 1,2
523 02/03 Hvítársíðurvegur um Bjarnastaði 3,1
523 03 Hvítársíðuvegur Kalmanstunga–Hvítá 2,8
533 01 Álftaneshreppsvegur Snæfellsnesv.–Leirulækur 7,5
553 01 Langavatnsvegur Hringvegur–þjónustuhús Iðju 1,3
577 01 Helgafellssveitarvegur Snæfellsnesv.–Bjarnarhafnarv. 2
612 01 Örlygshafnarvegur Skápadalsá–Hvalsker 5,8
624 01 Ingjaldssandsvegur Vestfjarðavegur–Núpur 7,5
637 01 Seljalandsdalsvegur Engi–Skíðaskáli 2,1
5317 01 Grímarstaðavegur Hvanneyri–Hvítárvallavegur 5,8
643 08 Strandavegur Í Trékyllisvík 2,9
Samtals 85
Norðursvæði
85 31–33 Norðausturvegur Finnafjörður–Bakkafjörður 20,5
87 02 Kísilvegur Geitafell–Kollóttaalda 11
704 01 Miðfjarðarvegur Hringvegur–Staðarbakki 3,8
711 01 Vatnsnesvegur Hvammstangi–Grímsá 4,6
724 01 Reykjabraut Hringvegur–Húnavellir 7,2
731 02 Svínvetningabraut Blönduós–Kaldakinn 5,2
731 03 Svínvetningabraut Kjalvegur–hringvegur 5
745 01 Skagavegur Skagastrandarv.–Harastaðir 3,7
746 01 Tindastólsvegur Þverárfjallsvegur–skíðasvæði 4
748 01 Reykjastrandarvegur Þverárfjallsvegur–Fagranes 5,5
752 02 Skagafjarðarvegur Hafgrímsstaðir–Stekkjarholt 8,2
764 02 Hegranesvegur Beingarður–Sauðárkróksbraut 4,3
807 01 Skíðadalsvegur Hofsá–Ytra Hvarf 3,5
816 01 Dagverðareyrarvegur Hringvegur–Ólafsfjarðarvegur 1,5
817 01 Blómsturvallavegur Hringvegur–Blómsturvellir 1,6
824 01 Finnastaðavegur Eyjafjarðarbraut v.–Holtssel 1,3
826 01 Hólavegur Sandhólar–Arnarfell 2,9
853 01 Hvammavegur Aðaldalsvegur–Kísilvegur 2,3
854 01 Staðarbraut Aðaldalsvegur–Laxárvirkjun 4,5
860 01 Grjótagjárvegur Hringvegur–Grjótagjá 2,5
862 02 Dettifossvegur Dettifossvegur vestri–Hólmatungur 6
884 01 Dimmuborgarvegur Mývatnssveitarvegur–Dimmuborgir 0,6
Samtals 109,7
Austursvæði
1 t9 Hringvegur Suðurbyggðavegur–slitlagsendi 1,4
917 01 Hlíðarvegur Fossvellir–Hallgeirsstaðir 6,5
917 07 Hlíðarvegur Öxl–Hofsá 3,3
925 01 Hróarstunguvegur Hringvegur–Árbakki 5,5
925 01 Hróarstunguvegur Hringvegur–Húseyjarvegur 0,7
925 04 Hróarstunguvegur Rangá–Urriðavatn 1,4
931 02 Upphéraðsvegur Hof–Skeggjastaðir 5,2
931 02 Upphéraðsvegur Um Ásklif 3,7
931 03 Upphéraðsvegur Skeggjastaðir–Brekkugerðisvegur 4,2
931 03 Upphéraðsvegur Teigaból–Bolalækur 3,1
953 03 Mjóafjarðarvegur Brekkuþorp 0,4
954 01 Helgustaðavegur Utan Mjóeyrar 1,3
964 02 Breiðdalsvegur Suðurbyggðavegur–Hringvegur 0,9
9739 01 Dilksnesvegur Hringvegur–Dilksnes 1
Samtals 38,6
Alls 353,3

     3.      Hvaða verkefni er áætlað að vinna í samræmi við þetta markmið gildandi samgönguáætlunar?
    Á árunum 2023–2026 er fyrirhugað að vinna að alls 122 km af vegum sem skiptast eftir svæðum Vegagerðarinnar og vegarköflum eins og sést hér á eftir:

Vegnúmer Kafli Vegheiti Kaflaheiti Lengd
Suðursvæði
204 03 Meðallandsvegur Slitlagsendi–Efri Ey 5
250 01 Dímonarvegur Hringvegur–Auravegur 3
252 02 Landeyjavegur Gunnarshólmi–Káragerði 4
252 06 Landeyjavegur Þúfa/Einungismýri–Ártúnsvegur 4
268 01 Þingskálavegur Hlíð–Bolholt 7,5
271 01 Árbæjarvegur Árbakki–Bjallavegur 5
325 01 Gnúpverjavegur Mön–Ásaskóli 1
351 01 Búrfellsvegur Klausturhólar–Búrfell 4,3
460 01 Eyrarfjallsvegur Hvalfjarðarvegur 2,5
Samtals 36,3
Vestursvæði
59 02 Laxárdalsvegur Lambeyrar–Sýslumörk 10,3
590 01 Klofningsvegur Vestfjarðavegur–Hafnará 8
612 01 Örlygshafnarvegur Hvalsker–Sauðlauksdalsvegur 3,8
690 00 Steinadalsvegur Vestfjarðavegur–Ólafsdalur 7
Ýmsir vegir Slitlög við bæjarhlöð 2,0
Samtals 31,1
Norðursvæði
59 11 Laxárdalsvegur Sýslumörk–Innstrandavegur 7,5
711 01 Vatnsnesvegur Kárastaðir–Ánastaðir 6,5
711 05 Vatnsnesvegur Þorfinnsstaðir–Vesturhópshólaá 3
722 01 Vatnsdalsvegur Hringvegur–Undirfell 14
731 01 Svínvetningabraut Kaldakinn–Tindar 3
Ýmsir vegir Slitlög við bæjarhlöð 1
Samtals 35
Austursvæði
923 01 Jökuldalsvegur Arnórsstaðir–Hákonarstaðir 8,8
923 02 Jökuldalsvegur Hákonarstaðir–Grund 3
954 02 Helgustaðarvegur Ýmsir staðir 1,5
9720 01 Stokksnesvegur Hringvegur–Hornsvegamót 4,5
Ýmsir staðir Slitlög við bæjarhlöð 2,2
Samtals 20,0
Alls 122,4

     4.      Telur ráðherra að skýra þurfi reglur (verklagsreglur, viðmið eða staðla) til að auðvelda framkvæmdir í samræmi við þetta markmið?
    Sérstakar fjárveitingar hafa verið til þessa verkefnis frá árinu 2011. Vel hefur gengið að vinna eftir þeim reglum og viðmiðum sem hafa verið settar um þessa vegi og lýst er hér að framan.
    Vegagerðin hefur haft umsjón með því fé sem varið hefur verið til málaflokksins. Fjárveitingu er fyrst skipt á milli svæða Vegagerðarinnar. Fyrst og fremst er miðað við lengd tengivega án bundins slitlags á hverju svæði og umferð á þeim. Forgangsröðun verkefna á hverju svæði er síðan byggð á umferð, vinnusókn, akstri skólabíla og ástandi veganna. Þá er sérstaklega litið til þess hversu kostnaðarsamir vegir eru í þjónustu með malarslitlagi. Þjónusta við vegi verður auðveldari þegar þeir hafa verið lagðir bundnu slitlagi.
    Haft er samráð við sveitarfélög um forgangsröðun verkefna. Töluvert er um breytingar á því hvernig verkefnum hefur verið raðað og þeim verkefnum sem síðan er farið í. Höfð er hliðsjón af öðrum verkefnum sem nauðsynlegt er að vinna. Miðað er við að það sem gert er þurfi minni undirbúning en önnur verk svo sem í sambandi við áhrif á umhverfi.
    Á árunum 2011–2019 var varið að jafnaði 800–1.000 millj. kr. árlega til lagningar bundins slitlags á þessa vegi. Í tengslum við fjárfestingarátak stjórnvalda sem samþykkt var vorið 2020 var lögð sérstök áhersla á þessi verkefni og var um 2.000 millj. kr. varið til þess árið 2020. Árin 2021–2022 var varið 2.500 millj. kr. hvort ár til þessa verkefnis. Árið 2023 verður síðan varið tæplega 2.000 millj. kr. til verkefnisins. Á árunum 2025–2034 er svo gert ráð fyrir um 1,4–1,5 milljarði kr. að meðaltali á ári í samræmi við gildandi samgönguáætlun.
    Ætíð þarf að forgangsraða fjármunum til vegagerðar. Verði svo að umferðarlitlir vegir fái aukið vægi er líklegt fjárveitingar til annarra verkefna verði minni. Þar má nefna verkefni eins og nýframkvæmdir, uppbyggingu annarra stofn- og tengivega, breikkun einbreiðra brúa auk annarra verkefna í vegagerð.