Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 552  —  241. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra.


     1.      Hver er frá og með árinu 2018 árlegur fjöldi utanlandsferða ráðherra, og þeirra sem fóru með málefnasvið hans, vegna starfa á vegum ráðuneytis?
          Á árinu 2018 tíu ferðir.
          Á árinu 2019 fimm ferðir.
          Á árinu 2020 ein ferð.
          Á árinu 2021 engar ferðir.
          Á árinu 2022 fimm ferðir.


     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga vegna þessara ferða?
          Fyrir árið 2018 636.031 kr.
          Fyrir árið 2019 466.672 kr.
          Fyrir árið 2020 87.140 kr.
          Fyrir árið 2021 0 kr.
          Fyrir árið 2022 505.703 kr.


     3.      Hversu oft á hverju ári fékk ráðherra 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Sjá svar við spurningu 5. Greiddir dagpeningar vegna 1/ 3 (dagshluta) skv. reglum.

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar ráðherra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
          2018 vegna hótelkostnaðar 838.800 kr., vegna annars ferðakostnaðar 1.020.087 kr.
          2019 vegna hótelkostnaðar 0 kr., vegna annars ferðakostnaðar 510.478 kr.
          2020 vegna hótelkostnaðar 0 kr., vegna annars ferðakostnaðar 96.255 kr.
          2021 vegna hótelkostnaðar 0 kr., vegna annars ferðakostnaðar 0 kr.
          2022 vegna hótelkostnaðar 87.626 kr., vegna annars ferðakostnaðar 543.376 kr.


     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Almennt gildir að ráðherra sé ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis vegna ferða hans í tengslum við starf sitt. Í reglum um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra kemur fram að ráðherrum skulu greiddir dagpeningar vegna fæðis og annars kostnaðar, þ.e. daghluta. Greiðsla fyrir hverja ferð ræðst af fjölda ferðadaga en ekki vægi einstakra kostnaðarliða. Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem ráðherra naut erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Á ekki við.

     7.      Ef við á, hvenær komst hefð á að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda í ferðum ráðherra?
    Á ekki við.

     8.      Ef við á, til hvaða aðgerða hefur verið gripið vegna ofgreiddra dagpeninga áður en farið var að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda samkvæmt reglum um ferðakostnað og dagpeninga?
    Á ekki við.