Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 625  —  236. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra.


     1.      Hver er frá og með árinu 2018 árlegur fjöldi utanlandsferða ráðherra, og þeirra sem fóru með málefnasvið hans, vegna starfa á vegum ráðuneytis?
    Taflan sýnir fjölda ferða ráðherra mennta- og menningarmálaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis.
Ár Fjöldi ferða
2018 12
2019 7
2020 4
2021 1
2022 7

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga vegna þessara ferða?
    Taflan sýnir árlegar greiðslur dagpeninga.

Ár Upphæð dagpeninga (kr.)
2018 651.738
2019 686.706
2020 307.916
2021 62.711
2022 448.344

     3.      Hversu oft á hverju ári fékk ráðherra 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Nýjar reglur um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra í ríkisstjórn Íslands voru gefnar út árið 2021. Samkvæmt þeim skulu ráðherrum vegna ferðalaga erlendis nú greiddir fullir dagpeningar vegna fæðis og annars kostnaðar, þ.e. daghluta eins og gildir um aðra starfsmenn ríkisins. Auk þess skal þeim greiddur ferða- og gistikostnaður. Þetta er breyting frá eldri reglum þar sem kveðið var á um að ráðherrum skyldu greiddir 2/3 hlutar dagpeninga en 1/3 hluta dagpeninga ef um opinbera heimsókn var að ræða. Auk þess var þeim greiddur ferða- og gistikostnaður, risnukostnaður og símtöl. Á þessi spurning því ekki við fyrir árin 2021 og 2022.
    Taflan sýnir hversu oft á ári ráðherra fékk greidda 1/3 hluta dagpeninga og hversu oft 2/3 hluta dagpeninga.
Ár 1/3 hluti 2/3 hluti
2018 0 12
2019 0 7
2020 0 4
2021 Á ekki við Á ekki við
2022 Á ekki við Á ekki við

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar ráðherra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
    Taflan sýnir árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar ráðherra og vegna annars ferðakostnaðar.
Ár Hótelgisting (kr.) Fargjöld (kr.)
2018 694.695 1.301.394
2019 542.299 949.153
2020 245.711 407.739
2021 31.195 119.610
2022 670.158 926.830

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Í 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, og í 6. gr. reglna fjármála- og efnahagsráðherra frá 13. ágúst 2021, um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra, kemur fram að ríkið skuli leggja ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna. Af því leiðir að ráðherra er jafnan ekið til flugvallar í bifreið sem honum er veitt til afnota þegar hann er á leið í ferðalag sem tengist störfum hans sem ráðherra. Litið er á þetta fyrirkomulag sem öryggismál. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á dagpeningum til ráðherra vegna aksturs ráðherra til flugvallar í bifreiðinni.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem ráðherra naut erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Ekki hefur tíðkast að starfsmenn, þ.m.t. ráðherrar, þurfi að gera grein fyrir þeim hlunnindum sem þeir njóta á ferðum erlendis. Ekkert hefur verið um styrki á ferðalögum ráðherra eða annars starfsfólks ráðuneytanna á ferðalögum erlendis.

     7.      Ef við á, hvenær komst hefð á að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda í ferðum ráðherra?
    Á ekki við.

     8.      Ef við á, til hvaða aðgerða hefur verið gripið vegna ofgreiddra dagpeninga áður en farið var að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda samkvæmt reglum um ferðakostnað og dagpeninga?
    Á ekki við.