Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 223 — 222. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um kostnað vegna aðgerða gegn kynferðisbrotum.
Frá Gísla Rafni Ólafssyni.
1. Hver má ætla að verði árlegur heildarkostnaður við rekstur þjónustugáttar fyrir þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sem opnuð var í desember 2021?
2. Hver var kostnaður við herferð Neyðarlínunnar gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem bar heitið „Verum vakandi“?
3. Hver var árlegur kostnaður við eitt stöðugildi lögreglumanns í kynferðisbrotadeild lögreglu árin 2017–2021?
Skriflegt svar óskast.

