Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2261  —  13. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni um eftirlit stjórnvalda með viðskiptabönkum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu oft hafa viðskiptabankar þurft að sæta viðurlögum á árunum 2009–2023?
     2.      Hvaða viðurlögum hafa viðskiptabankar þurft að sæta á umræddu tímabili?
     3.      Hve mörg ofangreindra mála eru vegna brota gegn hagsmunum viðskiptavina, sbr. 1. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002?
     4.      Hve háar voru sektir í málum vegna brota gegn hagsmunum viðskiptavina?
     5.      Hve háar stjórnvaldssektir hafa viðskiptabankar þurft að greiða á umræddu tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir lagagrundvelli stjórnvaldssekta og viðskiptabönkum.

    Fjármálaeftirlitið hefur á árunum 2009–2023 sextán sinnum lagt stjórnvaldssektir á viðskiptabanka vegna brota gegn lögum. Sektirnar voru á bilinu 500.000 til 1.160.000.000 kr. Fjármálaeftirlitið birti í öllum tilvikunum tilkynningu um niðurstöðu málsins á vef sínum til samræmis við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, og gagnsæisstefnu stofnunarinnar.
    Brotin vörðuðu við lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (fftl.), lög um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007 (vvl.), og lög um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021 (mffl.). Ekkert málanna varðaði brot gegn 1. gr. fftl.
    Í eftirfarandi töflu eru nánari upplýsingar um hverja stjórnvaldssekt.

Viðskiptabanki Ártal Tegund Lagaákvæði sem brotið var Sektarheimild Sektarfjárhæð
Arion banki hf. 2015 Ákvörðun Þágildandi 1. tölul. 1. mgr. 123. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 30.000.000 kr.
Arion banki hf. 2019 Sátt Þágildandi 2. mgr. 8. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 21.000.000 kr.
Arion banki hf. 2020 Ákvörðun Þágildandi 1. mgr. 122. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 87.700.000 kr.
Arion banki hf. 2022 Sátt 1. mgr. 58. gr. fftl. 110. gr. fftl. 5.500.000 kr.
Glitnir banki hf. 2009 Ákvörðun Þágildandi 126. og 127. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 4.000.000 kr.
Íslandsbanki hf. 2016 Sátt Þágildandi 1. mgr. 18. gr. vvl Þágildandi 141. gr. vvl. 7.000.000 kr.
Íslandsbanki hf. 2022 Ákvörðun Þágildandi 1. mgr. 30. gr. fftl. Þágildandi 110. gr. fftl. 500.000 kr.
Íslandsbanki hf. 2023 Sátt 4. og 5. mgr. 10. gr. mffl., 1. og 2. mgr. 21. gr. mffl., 1. og 2. málsl. 2. mgr. 23. gr. mffl., 1. mgr. 32. gr. mffl., 1. mgr. 33. gr. mffl., 1. mgr. 34. gr. mffl., 1. mgr. 54. gr. mffl., a-liður 3. mgr. 34. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 32. gr. mffl., 2. mgr. 38. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 32. gr. mffl., 2. mgr. 41. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 32. gr. mffl. og 6. mgr. 76. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 23. gr. mffl., þágildandi 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. fftl. og 1. og 3. mgr. 54. gr. fftl., sbr. 3. mgr. 10. gr. mffl. 125. gr. mffl. og 110. gr. fftl. 1.160.000.000 kr.
Landsbankinn hf. 2017 Sátt Þágildandi 86. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 11.800.000 kr.
Landsbankinn hf. 2019 Sátt Þágildandi 1. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 86. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 15.000.000 kr.
Kvika banki hf. 2017 Sátt 1. mgr. 19. gr. fftl. og þágildandi 4. mgr. 14. gr. vvl. 110. gr. fftl. og þágildandi 141. gr. vvl. 2.300.000 kr.
Kvika banki hf. 2017 Sátt 57. gr. a fftl. 110. gr. fftl. 37.500.000 kr.
Kvika banki hf. 2019 Sátt 2. mgr. 21. gr. fftl. 110. gr. fftl. 3.000.000 kr.
Kvika banki hf. 2021 Sátt Þágildandi 2. mgr. 8. gr., 1. mgr. 14. gr., 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 21. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 18.000.000 kr.
MP banki hf. 2013 Sátt Þágildandi 86. gr. vvl. Þágildandi 141. gr. vvl. 1.500.000 kr.
EA 2011 Ákvörðun Þágildandi 30. gr. fftl. Þágildandi 110. gr. fftl. 15.000.000 kr.
fjárfestingarfélag hf. (áður MP banki hf.) Hæstiréttur staðfesti 16. maí 2012 þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. október 2011 að fella úr gildi ákvörðun um stjórnvaldssekt.