Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2261 — 13. mál.
Svar
fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni um eftirlit stjórnvalda með viðskiptabönkum.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
1. Hversu oft hafa viðskiptabankar þurft að sæta viðurlögum á árunum 2009–2023?
2. Hvaða viðurlögum hafa viðskiptabankar þurft að sæta á umræddu tímabili?
3. Hve mörg ofangreindra mála eru vegna brota gegn hagsmunum viðskiptavina, sbr. 1. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002?
4. Hve háar voru sektir í málum vegna brota gegn hagsmunum viðskiptavina?
5. Hve háar stjórnvaldssektir hafa viðskiptabankar þurft að greiða á umræddu tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir lagagrundvelli stjórnvaldssekta og viðskiptabönkum.
Fjármálaeftirlitið hefur á árunum 2009–2023 sextán sinnum lagt stjórnvaldssektir á viðskiptabanka vegna brota gegn lögum. Sektirnar voru á bilinu 500.000 til 1.160.000.000 kr. Fjármálaeftirlitið birti í öllum tilvikunum tilkynningu um niðurstöðu málsins á vef sínum til samræmis við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, og gagnsæisstefnu stofnunarinnar.
Brotin vörðuðu við lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (fftl.), lög um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007 (vvl.), og lög um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021 (mffl.). Ekkert málanna varðaði brot gegn 1. gr. fftl.
Í eftirfarandi töflu eru nánari upplýsingar um hverja stjórnvaldssekt.
Viðskiptabanki | Ártal | Tegund | Lagaákvæði sem brotið var | Sektarheimild | Sektarfjárhæð |
Arion banki hf. | 2015 | Ákvörðun | Þágildandi 1. tölul. 1. mgr. 123. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 30.000.000 kr. |
Arion banki hf. | 2019 | Sátt | Þágildandi 2. mgr. 8. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 21.000.000 kr. |
Arion banki hf. | 2020 | Ákvörðun | Þágildandi 1. mgr. 122. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 87.700.000 kr. |
Arion banki hf. | 2022 | Sátt | 1. mgr. 58. gr. fftl. | 110. gr. fftl. | 5.500.000 kr. |
Glitnir banki hf. | 2009 | Ákvörðun | Þágildandi 126. og 127. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 4.000.000 kr. |
Íslandsbanki hf. | 2016 | Sátt | Þágildandi 1. mgr. 18. gr. vvl | Þágildandi 141. gr. vvl. | 7.000.000 kr. |
Íslandsbanki hf. | 2022 | Ákvörðun | Þágildandi 1. mgr. 30. gr. fftl. | Þágildandi 110. gr. fftl. | 500.000 kr. |
Íslandsbanki hf. | 2023 | Sátt | 4. og 5. mgr. 10. gr. mffl., 1. og 2. mgr. 21. gr. mffl., 1. og 2. málsl. 2. mgr. 23. gr. mffl., 1. mgr. 32. gr. mffl., 1. mgr. 33. gr. mffl., 1. mgr. 34. gr. mffl., 1. mgr. 54. gr. mffl., a-liður 3. mgr. 34. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 32. gr. mffl., 2. mgr. 38. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 32. gr. mffl., 2. mgr. 41. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 32. gr. mffl. og 6. mgr. 76. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. og 23. gr. mffl., þágildandi 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. fftl. og 1. og 3. mgr. 54. gr. fftl., sbr. 3. mgr. 10. gr. mffl. | 125. gr. mffl. og 110. gr. fftl. | 1.160.000.000 kr. |
Landsbankinn hf. | 2017 | Sátt | Þágildandi 86. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 11.800.000 kr. |
Landsbankinn hf. | 2019 | Sátt | Þágildandi 1. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 86. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 15.000.000 kr. |
Kvika banki hf. | 2017 | Sátt | 1. mgr. 19. gr. fftl. og þágildandi 4. mgr. 14. gr. vvl. | 110. gr. fftl. og þágildandi 141. gr. vvl. | 2.300.000 kr. |
Kvika banki hf. | 2017 | Sátt | 57. gr. a fftl. | 110. gr. fftl. | 37.500.000 kr. |
Kvika banki hf. | 2019 | Sátt | 2. mgr. 21. gr. fftl. | 110. gr. fftl. | 3.000.000 kr. |
Kvika banki hf. | 2021 | Sátt | Þágildandi 2. mgr. 8. gr., 1. mgr. 14. gr., 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 21. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 18.000.000 kr. |
MP banki hf. | 2013 | Sátt | Þágildandi 86. gr. vvl. | Þágildandi 141. gr. vvl. | 1.500.000 kr. |
EA | 2011 | Ákvörðun | Þágildandi 30. gr. fftl. | Þágildandi 110. gr. fftl. | 15.000.000 kr. |
fjárfestingarfélag hf. (áður MP banki hf.) | Hæstiréttur staðfesti 16. maí 2012 þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. október 2011 að fella úr gildi ákvörðun um stjórnvaldssekt. |