Ferill 1187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2092 — 1187. mál.
Fyrirspurn
til matvælaráðherra um starfshóp um riðuveiki.
Frá Teiti Birni Einarssyni.
1. Hefur starfshópur sem yfirdýralæknir hefur lagt til við ráðherra að skipaður verði til að vinna að útfærslu á nýrri aðferðafræði við útrýmingu á riðuveiki tekið formlega til starfa og ef svo er, hverjir skipa starfshópinn?
2. Hver verða verkefni starfshópsins og hvenær skilar starfshópurinn tillögum til ráðherra?
3. Hvaða samráð og samvinna hefur verið haft og verður haft við bændur, hagsmunasamtök þeirra og aðra hagaðila við útfærslu á nýrri aðferðafræði við útrýmingu á riðuveiki?
4. Telur ráðherra rétt að ráðast í endurskoðun á ákvæðum IV. kafla, um kostnað og bætur, í reglugerð nr. 65/2001, um útrýmingu á riðu og bætur vegna niðurskurðar, sem er að stofni til óbreytt frá árinu 2001? Telur ráðherra að gildandi ákvæði laga og reglugerða tryggi nægjanlega vel að komið sé að fullu til móts við þá sem verða fyrir tjóni vegna niðurskurðar?
Skriflegt svar óskast.