Ferill 1179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2066  —  1179. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um ferjusiglingar í Breiðafirði.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hver er staðan á ferjusiglingum í Breiðafirði? Hvaða valkosti hefur ráðherra skoðað varðandi lausnir ferjusiglinga í Breiðafirði?
     2.      Er vinna hafin við að festa kaup á nýrri ferju og ef svo er, er það lausn til lengri tíma en næstu tveggja ára? Fylgja þeirri ferju framkvæmdir við bryggjustæði Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, bæði í Stykkishólmi og á Brjánslæk? Ef svo er, hefur verið lagt mat á umfang og tímasetningu á framkvæmdum við bryggjustæðin?
     3.      Hefur ráðherra skoðað möguleika á að fá Herjólf III í stað núverandi ferju? Ef svo er, af hverju hefur ekki verið gengið frá því?


Skriflegt svar óskast.