Ferill 1172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2056 — 1172. mál.
Fyrirspurn
til félags- og vinnumarkaðsráðherra um skerðingar lífeyris almannatrygginga.
Frá Halldóru Mogensen.
2. Hver yrði árlegur útgjaldaauki ríkissjóðs við almannatryggingakerfið miðað við fjárlög fyrir árið 2023 ef hætt yrði að skerða greiðslur almannatrygginga vegna eigin tekna lífeyrisþega? Svar óskast sundurliðað eftir tegund tekna lífeyrisþega annars vegar og greiðsluflokkum almannatrygginga hins vegar.
3. Hver yrði árlegur útgjaldaauki ríkissjóðs við almannatryggingakerfið miðað við fjárlög fyrir árið 2023 ef örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar hefðu eitt frítekjumark fyrir alla greiðsluflokka sem miðaði annars vegar við 4.200.000 kr. og hins vegar 6.000.000 kr. á ári, óháð tegund tekna? Svar óskast sundurliðað eftir tegund tekna lífeyrisþega annars vegar og greiðsluflokkum almannatrygginga hins vegar.
Skriflegt svar óskast.