Ferill 1170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2235  —  1170. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni um kærur vegna úthlutunar á byggðakvóta.


     1.      Hve oft hafa ráðuneytinu borist kærur vegna ákvarðana um úthlutun á almennum byggðakvóta, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. laga um stjórn fiskveiða, á ári hverju sl. 10 ár?
    Ráðuneytinu hafa borist 69 stjórnsýslukærur vegna ákvarðana um úthlutun á almennum byggðakvóta sl. 10 ár. Í þessari upptalningu eru ekki þær kærur sem hafa verið afturkallaðar. Fjöldi kæra skiptist með eftirfarandi hætti á ár:

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
12 7 1 3 1 5 6 6 16 10 2 69

     2.      Hve oft hafa ráðuneytinu borist kærur vegna ákvarðana um úthlutun á sértækum byggðakvóta, sbr. 10. gr. a laga um stjórn fiskveiða, á ári hverju sl. 10 ár?
    Ráðuneytinu hafa borist 9 stjórnsýslukærur vegna ákvarðana um úthlutun á aflamarki Byggðastofnunar (sértækum byggðakvóta) sl. 10 ár. Fjöldi kæra skiptist með eftirfarandi hætti á ár:

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
1 0 0 1 1 1 1 3 1 0 0 9