Ferill 1167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2031  —  1167. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um heimildir stjórnenda Háskóla Íslands og Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.


     1.      Er stjórnendum Háskóla Íslands heimilt að segja upp starfsmönnum eða rifta verktakasamningum við leiðbeinendur vegna tjáningar persónulegra skoðana þeirra?
     2.      Hefur starfsmönnum eða leiðbeinendum í verktöku við Háskóla Íslands eða Endurmenntun Háskóla Íslands verið sagt upp vegna tjáningar persónulegra skoðana sinna?
     3.      Taka stjórnendur Háskóla Íslands eða Endurmenntunar Háskóla Íslands tillit til skoðana eða persónulegra skrifa starfsmanna og verktaka þegar teknar eru ákvarðanir um ráðningu þeirra, endurráðningu eða uppsögn?
     4.      Hvaða skoðanir eða tjáning þeirra geta haft áhrif á ráðningu eða samningssamband starfsmanna og verktaka við Háskóla Íslands eða Endurmenntun Háskóla Íslands?


Skriflegt svar óskast.