Ferill 1162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2000 — 1162. mál.
Fyrirspurn
til mennta- og barnamálaráðherra um alþjóðlega skóla og fjölda barna í þeim.
Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.
1. Hvaða alþjóðlegu skólar eða skóladeildir starfa á grunn- og framhaldsskólastigi?
2. Hve mörg börn hafa stundað nám í alþjóðlegum skólum eða skóladeildum síðastliðin tíu ár? Óskað er sundurliðunar eftir hverju ári fyrir sig.
3. Hve mörg börn hafa verið á biðlista eftir námi í alþjóðlegum skólum eða skóladeildum síðastliðin tíu ár? Óskað er sundurliðunar eftir hverju ári fyrir sig.
Skriflegt svar óskast.