Ferill 1160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1998  —  1160. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um útköll sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu mörgum vopnuðum útköllum sinnti sérsveit ríkislögreglustjóra á árunum 2017– 2022?
     2.      Hversu margar tilkynningar bárust lögreglu um vopnaða einstaklinga á sama tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.


Skriflegt svar óskast.